Innlent

Garðeigendur í Árborg hemji trjávöxt

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Bæjaryfirvöld í Árborg vilja að tré séu ekki til ama.
Bæjaryfirvöld í Árborg vilja að tré séu ekki til ama. Fréttablaðið/Ernir
„Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu Árborg sem hvetur garðeigendur til að klippa tré svo „þau hvorki hindri vegfarendur, hylji umferðarskilti né dragi úr götulýsingu“.

Þá þurfi að hugsa fyrir aðgengi vegna snjóhreinsunar. „Gera þarf ráð fyrir 2,8 metra hæð undir trjágreinum á gangstígum til að snjóruðningstæki komist undir á þeim dögum sem trjágreinar slúta undan snjóþunga.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×