Lífið

Húsfyllir á Broadway í gær - myndir

Húsfyllir var á Ungfrú Reykjavík sem haldin var á Broadway í gærkvöldi þegar Magdalena Dubik, 22 ára pólskur fiðluleikari, bar sigur úr bítum.

Þéttsetinn salurinn fagnaði ákaft þegar stúlkurnar sprönguðu um sviðið klæddar í lopapeysur, undirfatnað eða síðkjóla.

Móðir Magdalenu, ungfrú Reykjavík, má sjá lengst til hægri á mynd.

Meðfylgjandi má sjá myndir af dómnefnd keppninnar að störfum, ungfrú Reykjavík 2008, Aðalbjörgu Ósk, og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur, ungfrú Ísland 2008, Unni Birnu Vilhjálmsdóttur kynni keppninnar, ásamt fjölda gesta.


Tengdar fréttir

Pólskur fiðluleikari kosinn Ungfrú Reykjavík - myndir

Magdalena Dubik, 22 ára, var valin Ungfrú Reykjavík á Broadway í gærkvöld. Magdalena hefur stundað fiðluleik í tólf ár og fjarnám við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Hún stefnir á læknisfræði í framtíðinni. Sylvia Dagmar Friðjónsdóttir, 19 ára, varð í 2. sæti og Elísa Guðjónsdóttir 19 ára í 3. sæti. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, 18 ára, sigraði símakosninguna og Hlín Arngrímsdóttir, 18 ára, var kosin vinsælasta stúlkan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.