Lífið

Fyrrum kærasti Britney gæti lent í fangelsi

Adnan Ghalib fyrrum kærasti Britney Spears gæti fengið allt að sjö ára fangelsisdóm ef hann verður ákærður fyrir að hafa lent í árekstri og stungið af. Breski ljósmyndarinn sem var í sambandi með Britney þegar hún átti sem erfiðast er ásakaður um að hafa keyrt bíl sínum inn í húsgarð.

Þetta gerðist þegar hann var að elta söngkonuna en honum hefur verið meinað að koma nálægt henni. Ljósmyndarinn var einnig ákærður fyrir árás með banvænu vopni auk þess að hafa keyrt á flúið af vettvangi. Handtökun skipun var einnig rædd.

Það er breska götublaðið The Sun sem heldur þessu fram í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.