Innlent

Íhugaði alvarlega að hætta í pólitík

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir íhugaði alvarlega að hætta í pólitík vegna veikinda sem hún hefur átt við að etja í fimm mánuði. Hún hyggst hins vegar sitja áfram sem formaður samfylkingarinnar en vill að Jóhanna Sigurðardóttir verði forsætisráðherraefni.

Framboðsfrestur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykajvík rann út á hádegi í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir beið með það alveg til klukkan ellefu að tilkynna hvort hún hyggðist taka þátt eða hvort hún ætlaði hreinlega að hætta í pólitík eins og sumir höfðu spáð. Ingibjörg segist sjálf hafa velt þeim möguleika fyrir sér.

Ingibjörg býður sig fram til formanns á landsfundi Samfylkingarinnar en hann fer fram í mars. Þar ætlar hún einnig að leggja til að það verði Jóhanna Sigurðardóttir sem leiði flokkinn í kosningabaráttunni sem framundan er og að hún verði einnig forsætisráðherraefni.

Það fyrirkomulag henti við núverandi aðstæður og að þær ætli sér að vera öflugt tvíeyki.

Jóhanna Sigurðardóttir segir að að hún og Ingibjörg hafi fyrst rætt um möguleikann á þessu fyrirkomulagi þegar Ingibjörg kom til landsins úr veikindaleyfi nú í vikunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×