Innlent

Leita eftir stuðningi við Ingibjörgu og Jóhönnu

Jóhanna Sigurðardóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur blöðum verið dreift á fundi samfylkingarmanna sem nú stendur yfir í Reykjavík, þar sem óskað er eftir stuðningi við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur.

Þetta þýðir væntanlega að Ingibjörg Sólrún er ekki að hætta í pólitík en útilokar ekki að Jóhanna Sigurðardóttir verði forsætisráðherraefni flokksins í komandi kosningum.

Vangaveltur hafa verið uppi um að Ingibjörg Sólrún sé að hverfa úr pólitík en hún hefur átt við veikindi að stríða líkt og alþjóð veit. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11:00 í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar á Skólabrú í Reykjavík. Í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni kemur fram að fundarefnið sé framboðsmál vegna þingkosninga í vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×