Innlent

Norðmenn auglýsa eftir íslenskum hjúkrunarfræðingum

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Stærsta atvinnumiðlun Noregs, Adecco, auglýsir eftir íslenskum hjúkrunarfræðingum í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Þar er hjúkrunarfræðingum boðið á kynningarfund á Radisson SAS til að kynna sér málið frekar. Talað er um störf í Noregi í að minnsta kosti tvo mánuði.

Þetta er þvert á það sem kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar sagði forsvarskona Eures atvinnumiðlunar að heiðursmannasamkomulag hefði verið gert á milli miðlana hér á landi og í Noregi um að ekki verði leitað eftir íslensku heilbrigðisstarfsfólki í til starfa í Noregi. Þetta samkomulag var gert að ósk Landspítalans.

Í umræddri auglýsingu kemur fram að möguleikarnir verði kynntir á fundi í þarnæstu viku og þar verður einnig kynnt hvernig hjúkrunarfæðingar sæki um löggildingu.




Tengdar fréttir

Norðmenn leiti ekki beint eftir starfsfólki hér á landi

Eures atvinnumiðlanirnar á Íslandi og í Noregi hafa gert með sér heiðursmannasamkomulag, að ósk Landspítalans, um að ekki verði leitað beint eftir íslensku heilbrigðisstarfsfólki til starfa í Noregi, þó eftirspurnin þar sé mikil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×