Innlent

Ótækt að bjóða fram óbreytta forystu

Jón Baldvin Hannibalsson segir ótækt að Samfylkingin bjóði fram óbreytta forystu fyrir næstu kosningar. Hann hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns flokksins, gegn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.

Fyrir fáeinum vikum hélt Jón Baldvin Hannibalsson ræðu á fundi Alþýðflokksfélags Reykjavíkur. Þar talaði hann meðal annars um systralag en það varð að veruleika í morgun. Jón Baldvin ætlar því að standa við stóru orðin og býður sig fram til formanns gegn Ingibjörgu Sólrúnu. Hann spyr hvort Samfylkingarfólk ætli ekki að gera sömu kröfur til sinna forystumanna og til annara þegar kemur að ábyrgð.

Jón segist styðja jóhönnu Sigurðardóttir sem forsætisráðherra og að það muni ekkert breystast verði hann kjörinn formaður. Hann segir að þjóðir í erfiðleikum hafi oft og mörgum sinnum kallað reynslumikla stjórnmálamenn aftur til starfa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×