Innlent

Norðmenn leiti ekki beint eftir starfsfólki hér á landi

Eures atvinnumiðlanirnar á Íslandi og í Noregi hafa gert með sér heiðursmannasamkomulag, að ósk Landspítalans, um að ekki verði leitað beint eftir íslensku heilbrigðisstarfsfólki til starfa í Noregi, þó eftirspurnin þar sé mikil.

Eures er samstarf um vinnumiðlun milli ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu. Eures í Noregi var með starfskynningu í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag þar sem kynnt var vinna í Noregi fyrir Íslendinga með alls kyns menntun og sérhæfingu.

Eures á Íslandi talaði við starfsmannastjóra Landspítalans og spurði um stöðumála. Þar kom fram að ekki væri offramboð á starfsfólki. Þóra Ágústsdóttir verkefnastjóri Eures á Íslandi segir að það hafi verið ósk Landspítalans að það yrði ekki farið út í að auglýsa á stórum skala eftir heilbrigðisstarfsfólki í bili.

Þóra segir auðvitað hægt að deila um hvort þetta skerfði möguleika heilbrigðisstarfsmanna til að leita fyrir sér erlendis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×