Conor McGregor vill annan boxbardaga á móti Floyd Mayweather Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2020 12:00 Conor McGregor og Floyd Mayweather fyrir bardaga þeirra í ágúst 2017. Getty/Jeff Bottari Írski bardagakappinn Conor McGregor er á leiðinni aftur inn í UFC búrið um næstu helgi en hann er þó strax farinn að tala um næsta boxbardaga í viðtölum við fjölmiðla. ESPN segir frá því að Conor McGregor vilji nú annan boxbardaga á móti Floyd Mayweather en Írinn talaði um þessa ósk sín í viðtali í MMA þætti Ariel Helwani. Conor McGregor says he still wants a rematch with Floyd Mayweather: https://t.co/8bE41i3bGGpic.twitter.com/7SB0w30vEF— Complex (@Complex) January 13, 2020 Fyrsta val Conors væri að berjast aftur við Floyd Mayweather en McGregor væri líka til í boxbardaga á móti Manny Pacquiao. Írinn er líka sannfærður um að slíkur bardagi verði að veruleika. „Ég vil fá annan bardaga við Floyd. Hann er að daðra við að berjast aftur. Hann getur vissulega valið einhvern annan en það verður ekki það sama,“ sagði Conor McGregor í þættinum. Floyd Mayweather kláraði bardagann á móti Conor McGregor með tæknilegu rothöggi í tíundu lotu en sá fór fram 26. ágúst 2017. Tekjur af bardaganum voru yfir 600 milljónir dollara en 4,3 milljónir borguðu sérstaklega fyrir að horfa á bardagann. 600 milljónir Bandaríkjadala eru meira en 74,2 milljarðar í íslenskum krónum. Dana White, forseti UFC, hefur handasalan samning við Conor McGregor og er kominn á fullt að reyna að setja á slíkan bardaga þótt ekki sé enn vitað með hvaða hætti Conor og væntanlegur andstæðingur hans muni berjast. Conor McGregor said "I'd like to rematch Floyd" last night. Well, it hasn't taken long for Mayweather's manager to respond. HERE WE GO!https://t.co/P02Nqb33Papic.twitter.com/djdoXwEllk— SPORTbible (@sportbible) January 14, 2020 „Þetta var frábær reynsla fyrir mig á sínu tíma og ég hlakka til að gera þetta aftur. Þetta mun líka gerast aftur,“ sagði Conor McGregor sem græddi náttúrulega mikinn pening á bardaganum við Floyd Mayweather. Sagan segir að Floyd Mayweather hafi fengið samtals 275 milljónir dollara en Conor 85 milljónir dollara. Þetta er upphæðir upp á 34 milljarða og 10,5 milljarða íslenskra króna. Conor McGregor mætir Donald Cerrone í UFC 246 um næstu helgi. Box MMA Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Leik lokið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Sjá meira
Írski bardagakappinn Conor McGregor er á leiðinni aftur inn í UFC búrið um næstu helgi en hann er þó strax farinn að tala um næsta boxbardaga í viðtölum við fjölmiðla. ESPN segir frá því að Conor McGregor vilji nú annan boxbardaga á móti Floyd Mayweather en Írinn talaði um þessa ósk sín í viðtali í MMA þætti Ariel Helwani. Conor McGregor says he still wants a rematch with Floyd Mayweather: https://t.co/8bE41i3bGGpic.twitter.com/7SB0w30vEF— Complex (@Complex) January 13, 2020 Fyrsta val Conors væri að berjast aftur við Floyd Mayweather en McGregor væri líka til í boxbardaga á móti Manny Pacquiao. Írinn er líka sannfærður um að slíkur bardagi verði að veruleika. „Ég vil fá annan bardaga við Floyd. Hann er að daðra við að berjast aftur. Hann getur vissulega valið einhvern annan en það verður ekki það sama,“ sagði Conor McGregor í þættinum. Floyd Mayweather kláraði bardagann á móti Conor McGregor með tæknilegu rothöggi í tíundu lotu en sá fór fram 26. ágúst 2017. Tekjur af bardaganum voru yfir 600 milljónir dollara en 4,3 milljónir borguðu sérstaklega fyrir að horfa á bardagann. 600 milljónir Bandaríkjadala eru meira en 74,2 milljarðar í íslenskum krónum. Dana White, forseti UFC, hefur handasalan samning við Conor McGregor og er kominn á fullt að reyna að setja á slíkan bardaga þótt ekki sé enn vitað með hvaða hætti Conor og væntanlegur andstæðingur hans muni berjast. Conor McGregor said "I'd like to rematch Floyd" last night. Well, it hasn't taken long for Mayweather's manager to respond. HERE WE GO!https://t.co/P02Nqb33Papic.twitter.com/djdoXwEllk— SPORTbible (@sportbible) January 14, 2020 „Þetta var frábær reynsla fyrir mig á sínu tíma og ég hlakka til að gera þetta aftur. Þetta mun líka gerast aftur,“ sagði Conor McGregor sem græddi náttúrulega mikinn pening á bardaganum við Floyd Mayweather. Sagan segir að Floyd Mayweather hafi fengið samtals 275 milljónir dollara en Conor 85 milljónir dollara. Þetta er upphæðir upp á 34 milljarða og 10,5 milljarða íslenskra króna. Conor McGregor mætir Donald Cerrone í UFC 246 um næstu helgi.
Box MMA Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Leik lokið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Sjá meira