Innlent

Rúmlega þrjúhundruð manns á kröfufundi

Vel yfir þrjúhundruð manns voru samankomnir á Austurvelli vegna kröfufundar Hagsmunasamtaka heimilanna og samtakanna Nýtt Ísland.

Samkvæmt tilkynningu þá vilja samtökin hvetja alla til að mæta og gera kröfur á ríkisstjórn Íslands til að bæta lánakjör landsmanna til frambúðar með almennum og samræmdum leiðréttingum á stökkbreyttum höfuðstóli lána og afnámi verðtryggingar til frambúðar.

Samtökin hafa gagnrýnt það sem þau vilja meina að séu ósamræmdar og villandi leiðréttingarleiðir bankanna sem skila sér ekki í auglýstum prósentutölum þegar lánatíminn er skoðaður í heild sinni.

Samtökin hafa mótmælt fimm sinnum í vetur.




Tengdar fréttir

Segir húsnæðislán hækka um 64 milljónir vegna greiðsluúrræða

Flugvirki á fertugsaldri segist þurfa að borga 64 milljónum meira gangi hann að úrræðum Landsbankans fyrir skuldsett heimili. Hann tók lán fyrir þremur árum síðan í yenum þegar hann byggði sjálfu einbýlishús í Reykjavík. Upphaflega tók hann 29 milljón króna lán að eigin sögn en eftir hrun er það komið upp í 66 milljónir rúmar.

Boða kröfufund á Austurvelli

Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland boða til kröfufundar á Austurvelli í dag klukkan þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×