Innlent

Munur á launum eftir sveitarfélögum

Akranes
Akranes MYND/Vísir

Nokkur munur er á launum starfsmanna Reykjavíkurborgar og starfsmanna Akranesbæjar fyrir sambærileg störf. Starfsmenn sem vinna til dæmis við ræstingu hjá Reykjavíkurborg fá rúmlega 9% hærri laun en starfsmenn sem starfa við ræstingu á Akranesi.

Munað getur allt að 26% á launum starfsmanna bæjarfélaganna tveggja. Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna eftir nýgerðum kjarasamningi Eflingar en starfsmenn Akranesbæjar vinna hins vegar eftir kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga. Verkalýðsfélag Akranes hefur óskað eftir viðbrögðum bæjarráðs Akranes vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×