Innlent

Stórefla þarf vöxt og viðgang hátæknifyrirækja

Starfsmaður Medcare Flögu að störfum en fyrirtækið hefur nú þegar ákveðið að flytja starfsemi sína úr landi.
Starfsmaður Medcare Flögu að störfum en fyrirtækið hefur nú þegar ákveðið að flytja starfsemi sína úr landi. MYND/E.Ól.

Stórefla þarf vöxt og viðgang íslenskra hátæknifyrirækja, ef það er yfir höfuð vilji stjórnvalda að þau starfi áfram hér á landi. Þetta kom fram á 400 manna fundi stjórnmálamanna, háskólanema og starfsfólks hátæknifyrirtækja sem haldinn var í Reykjavík í dag. Stjórnvöld voru harðlega gagnrýnd fyrir andvaraleysi á fundinum en Samtök iðnaðarins halda því fram að talsvert skorti á að ábendingar um þær hættur sem steðja að uppbyggingu hátækniiðnarðar hér á landi séu teknar alvarlega.

Minnt var á tilboð Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja, sem var lagt fram fyrir tæpu ári, sem meðal annars fól í sér að gjaldeyristekjur af upplýsingatækni myndu tífaldast að því gefnu að stjórnvöld hrindi í framkvæmd verkefnum sem snúa að skattamálum, útflutningi, stefnumörkun og samstarfi. Síðustu ár hefur fjöldi íslenskra fyrirtækja í hátækni stóraukist og sömu sögu er að segja af hluta þeirra af landsframleiðslu. Þetta þykir jákvæð þróun, enda þjóðahaglsega hagkvæmt að efla hátækniiðnað, menntunarstig hækkar, skatttekjur aukast og lífskjör þar af leiðandi.

Forsvarsmenn þessara fyrirtækja standa þó frammi fyrir því að erlendar ríkisstjórnir gera þeim tilboð um að flýja gengispyndingar hér og bjóða ýmsar ívilnanir. Tölvuleikjafyrirtækið CCP er eitt þeirra sem þarf að taka ákvörðun vegna slíks tilboðs. Það er mat forstjórans, Hilmars Péturssonar, að ekki sé bjart framundan á sviði háttækiiðnaðar hér á landi, að óbreyttu.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×