Innlent

Húðflúrsstofa með tengsl við Vítisengla opnar á Íslandi

MYND/E.Ól.

„House of pain", eða Hús sársaukans, er þekkt nafn á húðflúrstofum víða á Norðurlöndunum en þær eru reknar af hinum alræmdu vélhjólasamtökum Vítisenglunum, eða „Hell's Angels". Nú hefur verið opnuð enn ein stofan í þessari keðju og hún er hér á Íslandi, nánar tiltekið á Laugavegi. Sverrir Einarsson rekur stofuna en hann segir að einu tengsl hans við Vítisenglana séu þau að hann leigi af þeim réttinn til að nota nafnið. Svo virðist sem vinsældir húðflúrs fari vaxandi hér á landi; á Laugavegi og í nágrenni eru nú starfandi að minnsta kosti fimm húðflúrstofur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×