Innlent

Gallar í virðisaukaskattskerfinu

Gallar eru í virðisaukaskattskerfinu hér á landi sem gerir að verkum að ríki og ríkisstofnanir hafa tilhneigingu til að byggja upp eigin starfsemi á sumum sviðum, t.a.m. sviði upplýsingatækni. Þetta sagði Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í hádegisviðtali NFS í dag. Tillögur um úrbætur í starfsumhverfi hátæknifyrirtækja voru til umræðu á fundi fulltrúa fyrirtækjanna og stjórnmálaflokka sem fram fór á Grand Hótel í dag. Fundinum átti að ljúka nú klukkan 17 en fjallað verður um það helsta sem þar kom fram í fréttum NFS klukkan 18.30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×