Erlent

Sjö létust í bruna í Vladívostok

Fólk í skrifstofubyggingunni í Vladivostok bíður eftir að slökkvilið komi því til bjargar.
Fólk í skrifstofubyggingunni í Vladivostok bíður eftir að slökkvilið komi því til bjargar. MYND/AP

Að minnsta kosti sjö létust og átján særðust þegar eldur kom upp í skrifstofuhúsnæði í Vladívostok á Kyrrahafsströnd Rússalands í morgun.

Á sjötta hundrað manns var við vinnu í húsinu, sem er átta hæða, þegar eldur kom upp í stigagangi á milli sjöttu og sjöundu hæðar um hádegi að rússneskum tíma. Vel gekk að koma þeim sem voru á neðri hæðum hússins út úr því en þeir sem voru á efstu hæðunum áttu sér engrar undankomu auðið. Því gripu sumir til þess ráðs að stökkva út um glugga og samkvæmt ITAR-Tass fréttastofunni létust fimm þegar þeir reyndu að bjarga lífi sínu á þann hátt. Átján voru fluttir á sjúkrahús, þar af voru fimm í mikilli lífshættu. Novosti-fréttastofan hefur yfirmanni öryggismála í borginni að slökkviliðsmenn hafi átt í erfiðleikum með að koma búnaði sínum að húsinu vegna bílastæðis sem ekki uppfyllti kröfur eldvarnareftirlits og því hafi slökkvistarf og björgunaraðgerðir gengið illa. Þegar er hafin rannsókn á eldsupptökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×