Innlent

Skipað í stjórn Hagþjónustu landbúnaðarins

Guðni ágússon hefur skipað í stjórn Hagþjónustu landbúnaðarins. Stjórnina skipa: Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri, formaður; Ríkharð Brynjólfsson prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, varaformaður; og Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands, meðstjórnandi. Varastjórn skipa: Eiríkur Hilmarsson, staðgengill hagstofustjóra og skrifstofustjóri Hagstofu Íslands; Áslaug Helgadóttir, aðstoðarrektor rannsóknamála og deildarstjóri auðlindadeildar Landbúnaðar-háskóla Íslands; og Gunnar Guðmundsson, sviðsstjóri ráðgjafarsviðs Bændasamtaka Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×