Innlent

Bráðabirgðalög um húsnæði á varnarliðssvæðinu

Skipta verður um raflagnir og rafföng fyrir 2010
Skipta verður um raflagnir og rafföng fyrir 2010 Mynd/ Visir.is

Forseti Íslands undirritaði í dag lög þess efnis að heimilt sé að nota raflagnir og rafföng í núverandi ástandi á íbúðar- og skólasvæði fyrrum varnarsvæðis á Keflavíkurflugvelli til 1. október 2010.

 

„Raflagnir og rafföng eru í samræmi við bandaríska staðla og uppfylla því ekki þær kröfur sem gerðar eru í íslenskum lögum og reglugerðum. Því er ljóst að skipta verður um raflagnir innan svæðisins. Það er viðamikið verkefni og mun hafa mikinn kostnað í för með sér. Skólastarf hefst á svæðinu haustið 2007 og til stendur að afhenda fyrstu íbúðir þar um miðjan ágúst. Ómögulegt er talið að koma raflögnum í rétt ástand fyrir þann tíma, auk þess sem erfitt er að fá iðnaðarmenn til starfsins," segir í tilkynningu frá viðskiptaráðuneyti.

Lögin gera ráð fyrir að Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar ehf. sé skylt að leggja fram verkáætlun til Neytendastofu fyrir 1. október 2007 um hvernig staðið verði að breytingum til samræmis við íslenskar kröfur fyrir 1. október 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×