Innlent

Formaður Sjálfstæðisflokksins mættur til að bera vitni

MH og JHH skrifar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bíður þess að gefa skýrslu fyrir dómnum.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bíður þess að gefa skýrslu fyrir dómnum.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur til þess að gefa skýrslu í Vafningsmálinu. Með Bjarna í för var Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður hans. Áður en Bjarni gaf skýrslu var Þór Sigfússon í vitnastúkunni. Þór var forstjóri Sjóvár, en það var eitt aðalfyrirtækið í eigu Milestone.

Hólmsteinn Gauti Sigurðsson saksóknari byrjaði skýrslutökuna á að leggja fram skjöl, sem hann síðan spyr Bjarna út í. Þetta eru meðal annars skjöl með undirritun Bjarna, í umboði Einars Sveinssonar, föðurbróður Bjarna, og Benedikts föður hans. Bjarni mætti til þess að ganga frá skjölunum 11. febrúar 2008. Eftir að Bjarni hafði staðfest, fyrir dómnum í dag, að hann hefði skrifað undir umrædd skjöl í umboði annarra var vitnisburði hans lokið.

Eftir að Bjarni bar vitni tók Jón Óttar Ólafsson við í vitnastúkunni. Hann var annar rannsakenda málsins og starfaði á vegum Sérstaks saksóknara.

Hægt er að fylgjast með beinni textalýsingu á Vísi í gegnum Twitter, efst hægra megin á forsíðu Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×