Innlent

Rúmlega þrjár milljónir söfnuðust

Um 3,5 milljónir króna söfnuðust í minningarsjóð Svandísar Þulu sem lést í umferðarslysi í desember á síðasta ári. Peningarnir renna til styrktar bróður hennar Nóna Sæ sem lamaðist fyrir neðan mitti í slysinu.

Svandís var aðeins fimm ára gömul þegar hún lést en bróðir hennar Nóni er á áttunda aldursári.

Söfnunin fór fram með sölu á geisladiski sem sérstaklega var gerður til minningar um Svandísi. Um þrjú þúsund eintök voru seld en allir þeir sem komu að útgáfu disksins gáfu vinnu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×