Innlent

Skipt um stjórn í Glitni á næstunni

Saxbygg, sem meðal annars er í eigu Nóatúns fjölskyldunnar, og Tom Hunter eru meðal kaupenda að fjórðungshlut í Glitni. Fyrir helgi var gengið frá viðskiptum með hlutabréf í Glitni fyrir á annan hundrað milljarð króna. Búist er við að boðað verði til hluthafafundar fljótlega og þá skipt um stjórn. Bjarni Ármannsson segist áfram vilja stýra bankanum þrátt fyrir breytt eignarhald.

Milestone, undir forystu Karls Wernerssonar og Einar Sveinsson, formaður bankastjórnar Glitnis og aðilar honum tengdir, hafa selt um fjórðungs hlut í Glitni. Þessir aðilar hafa verið stærstu hluthafarnir í Glitni fyrir utan FL Group. Miðað við gengi bréfanna fyrir helgi nema viðskiptin um 110 milljörðum króna.

Þáttur International sem er tengt Milestone mun eiga 7% af hlutafé Glitnis eftir viðskiptin og Milestone því óbeint vera áfram hlutahafi í Glitni. Karl Wernersson segir eðlilegt að hann hverfi út úr stjórn Glitnis með breytinginum og stærri hluthafar taki við. Hann telur að væringar innan stjórnar hafi verið ýktar í fjölmiðlum.

Rúmlega sextán prósent af hlutafénu fara í hendur ótengdra aðila. Saxbygg kaupir um 5% af þessu hlutafé en áður átti félagið tæp 2% í Glitni. Þeir sem standa að Saxbygg eru meðal annar Nóatúnsfjölskyldan og Byggingarfélag Gylfa og Gunnars.

Jötunn kaupir um 2,5% af hlutfé Glitnis en að því félagi standa meðal annars Tom Hunter, Baugur og Pálmi Harldsson. Þá er er enn óljóst með hver kaupir um átta prósenta hlut sem eftir stendur en Kaupþing sölutryggir þann hlut.

Bjarni Ármannsson, forstjóri fyrirtækisins, segir breytingar í hluthafahópi félaga skráðum á markaði eðlilegar. Hann telur að breytingarnar hafi ekki áhrif á starf sitt og hefur áhuga á að starfa áfram sem forstjóri Glitnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×