Innlent

Harður árekstur á Kringlumýrarbraut í morgun

Óskemmtileg sjón blasti við vegfarendum á Kringlumýrarbraut í morgun eftir árekstur stórs flutningabíls, fólksbíls og jeppa. Svo harður var áreksturinn að jeppinn valt en loka þurfti veginum um stund af þessum sökum. Ökumennirnir komust sjálfir úr bílunum og þurfti einn þeirra aðhlynningu á slysadeild. Hér fór því betur en á horfðist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×