Innlent

Urðu fyrir gaseitrun í húsbíl

Þrír erlendir ferðamenn komust um helgina við illan leik út úr húsbíl sínum í Borgarfirði eftir að þeir fengu kolmónoxíðeitrun á meðan þeir sváfu í bílnum. Eftir því sem fram kemur á vef Skessuhorns rumskaði einn mannanna undir morgun og náði að vekja hina tvo sem sváfu mjög fast en það leið yfir þá þegar þeir stóðu upp vegna eitrunarinnar.

Farið var með mennina á Heilsugæslustöðina í Borgarnesi og þaðan á sjúkrahúsið á Akranesi. Þar komu í ljós hefðbundin einkenni kolmónoxíðeitrunar að því er Skessuhorn segir. Talið er talið líklegast að gas sem lekið hafi úr ísskáp í bílnum hafi valdið eitruninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×