Innlent

Lögreglan stöðvar 26 ökuþóra

MYND/Hörður S.

Alls voru 26 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Vestfjörðum í Páskavikunni sem leið samkvæmt lögreglunni á Vestfjörðum. Sá ökumaður sem ók hraðast var stöðvaður á 128 km hraða á Skutulsfjarðarbraut en þar er 60 km hámarkshraði.

Mikil umferð var á Vestfjörðum um páskana en flestir lögðu leið sína til Ísafjarðar í tengslum við Skíðavikuna og tónleikana „Aldrei fór ég suður."

Af þeim 26 ökumönnum sem voru kærðir voru sex teknir fyrir að aka of hratt í gegnum Súðavík en 50 km hámarkshraði er á þjóðveginum þar sem hann liggur í gegnum byggðina. Mældust ökuþórarnir á bilinu 71 til 84 km hraða þegar þeir voru stöðvaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×