Innlent

Vélarvana bátur á Ísafjarðardjúpi

MYND/GVA

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er nú á leið til hafnar með smábátinn Ísbjörgu ÍS-69 í togi en báturinn varð vélarvana á Ísafjarðardjúpi skammt norðaustur af Arnarnesi í morgun.

Neyðarkall barst frá áhöfn bátsins laust eftir klukkan tíu í morgun. Björgunarsveitir og björgunarskip við Ísafjarðardjúp voru kölluð út en einnig var haft samband við nærstaddan bát, Val ÍS-20, sem kom Ísbjörgu til aðstoðar.

Gunnar Friðriksson tók bátinn í tog rétt fyrir klukkan ellefu og er væntanlegur með hann til Ísafjarðar um hádegisbil. Ísbjörg er 6 tonna línu- og handfærabátur með tveggja manna áhöfn og eru allir heilir á húfi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×