Barnaheill: Áhyggjur af fæðingarorlofsfrumvarpi 30. nóvember 2009 11:29 Petrína Ásgeirsdóttir. MYND/Valli Barnaheill, Save the Children, á Íslandi lýsa yfir áhyggjum vegna frumvarps til laga um skerðingu á hámarksgreiðslum úr fæðingarorlofssjóði og frestun á töku orlofsins um þrjú ár. Barnaheill telja að með boðaðri breytingu sé ekki einungis verið að skerða réttindi foreldra, heldur að vegið sé að þeim rétti barnsins að fá að njóta sem lengstrar umönnunar móður og föður á fyrsta ári ævi þess. Í tilkynningu frá Barnaheillum segir að það fyrirkomulag fæðingarorlofs sem hefur verið við lýði á Íslandi undanfarin ár hafi markað tímamót hvað varðar réttindi barna og hefur meðal annars stuðlað að aukinni þátttöku feðra í uppeldi barna sinna á fyrstu mánuðum ævi þeirra. Einnig er bent á að fyrirkomulagið hafi gert foreldrum kleift að verja lengri tíma með barninu heima við og barnið því farið seinna í dagvistun utan heimilis. „Þau tilfinningatengsl sem myndast milli barns og foreldra þess á fyrsta ári barnsins, eru grunnurinn að öðrum tilfinninga- og félagstenglsum síðar á ævinni" segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. „Barn sem getur myndað góð og heilbrigð tengsl er með sterkari sjálfsmynd og mun ganga betur í leik og starfi. Því er afar mikilvægt fyrir þroska barnsins að það fái að njóta sem mestra samvista við foreldra sína á fyrsta æviári þess. Frestun á töku orlofsins um þrjú ár getur leitt til þess að barnið þurfi að fara fyrr í dagvistun utan heimilis en annars hefði verið raunin og það kemur ekki í stað samfellds fæðingarorlofs". Að mati Barnaheilla hafa því allar breytingar er varða skerðingu og styttingu á fæðingarorlofi mikil áhrif á velferð barna og eru skerðing á réttindum þeirra. „Barnaheill minna á að samkvæmt 3. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn að byggja á því sem börnum er fyrir bestu," segir ennfremur. Að lokum hvetja Barnaheill stjórnvöld til að hafa hagsmuni barnsins að leiðarljósi þegar kemur að málefnum sem snerta þau og hvetja ríkisstjórnina til að falla frá fyrirhugaðri skerðingu og styttingu á fæðingarorlofi foreldra í hvaða mynd sem er. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Sjá meira
Barnaheill, Save the Children, á Íslandi lýsa yfir áhyggjum vegna frumvarps til laga um skerðingu á hámarksgreiðslum úr fæðingarorlofssjóði og frestun á töku orlofsins um þrjú ár. Barnaheill telja að með boðaðri breytingu sé ekki einungis verið að skerða réttindi foreldra, heldur að vegið sé að þeim rétti barnsins að fá að njóta sem lengstrar umönnunar móður og föður á fyrsta ári ævi þess. Í tilkynningu frá Barnaheillum segir að það fyrirkomulag fæðingarorlofs sem hefur verið við lýði á Íslandi undanfarin ár hafi markað tímamót hvað varðar réttindi barna og hefur meðal annars stuðlað að aukinni þátttöku feðra í uppeldi barna sinna á fyrstu mánuðum ævi þeirra. Einnig er bent á að fyrirkomulagið hafi gert foreldrum kleift að verja lengri tíma með barninu heima við og barnið því farið seinna í dagvistun utan heimilis. „Þau tilfinningatengsl sem myndast milli barns og foreldra þess á fyrsta ári barnsins, eru grunnurinn að öðrum tilfinninga- og félagstenglsum síðar á ævinni" segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. „Barn sem getur myndað góð og heilbrigð tengsl er með sterkari sjálfsmynd og mun ganga betur í leik og starfi. Því er afar mikilvægt fyrir þroska barnsins að það fái að njóta sem mestra samvista við foreldra sína á fyrsta æviári þess. Frestun á töku orlofsins um þrjú ár getur leitt til þess að barnið þurfi að fara fyrr í dagvistun utan heimilis en annars hefði verið raunin og það kemur ekki í stað samfellds fæðingarorlofs". Að mati Barnaheilla hafa því allar breytingar er varða skerðingu og styttingu á fæðingarorlofi mikil áhrif á velferð barna og eru skerðing á réttindum þeirra. „Barnaheill minna á að samkvæmt 3. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn að byggja á því sem börnum er fyrir bestu," segir ennfremur. Að lokum hvetja Barnaheill stjórnvöld til að hafa hagsmuni barnsins að leiðarljósi þegar kemur að málefnum sem snerta þau og hvetja ríkisstjórnina til að falla frá fyrirhugaðri skerðingu og styttingu á fæðingarorlofi foreldra í hvaða mynd sem er.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Sjá meira