Innlent

Ódæðið í Reykjanesbæ: Líklega farið fram á lengra gæsluvarðhald

Gæsluvarðhald yfir 22 ára gamalli konu, Selmu Guðnadóttur, sem á að hafa stungið stúlkubarn með hnífi í haust, rennur út í dag. Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum verður sennilega farið fram á framlengingu gæsluvarðhaldsins í dag. Rannsókn er nær lokið og er beðið eftir að málið verði tekið fyrir í héraðsdómi.

Selma bankaði á hurðina hjá fjölskyldu í Reykjanesbæ á sunnudegi í lok september. Fimm ára gamalt stúlkubarn kom til dyra. Selma á að hafa stungið stúlkuna fyrirvaralaust og veitt henni lífshættulega áverka. Ekki er vitað hvað henni gekk til.

Selma var látin sæta geðrannsókn auk þess sem hún hefur verið í varðhaldi síðan hún var handtekinn sama dag og árásin átti sér stað.

Systir Selmu sagði í viðtali við Vísi eftir atburðinn að fjölskylda væri í sjokki.

„Hún er bara veik," sagði systir hennar.

Úrskurð héraðsdóms er að vænta síðdegis í dag.




Tengdar fréttir

Árásarkonan í Keflavík áfram í gæsluvarðhaldi

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krafðist þess í dag fyrir Héraðsdómi Reykjaness að gæsluvarðhald yrði framlengt yfir Selmu Gunnarsdóttur sem grunuð er um að hafa stungið telpu með hnífi í brjóstið 27. september en atburðurinn átti sér stað á heimili telpunnar í Reykjanesbæ.

Keflavíkurárás: Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Selma Guðnadóttir, 22 ára gömul kona úr Keflavík, mun sitja áfram í gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar vegna hnífaárásar á fimm ára gamla stelpu í Keflavík á sunnudag fyrir viku. Selma var handtekin fljótlega eftir árásina og úrskurðuð í gæsluvarðhald sem rann út í dag. Héraðsdómur framlengdi svo gæsluvarðhaldið um fjórar vikur. Selma hefur játað á sig verknaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×