Innlent

Fólk missir bótarétt hafni það vinnu

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir það fé sem sparist fara í ný vinnumarkaðsúrræði fyrir ungt fólk.
Fréttablaðið/GVA
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir það fé sem sparist fara í ný vinnumarkaðsúrræði fyrir ungt fólk. Fréttablaðið/GVA

Atvinnulaust fólk getur misst bótarétt hafni það störfum sem bjóðast í tvígang verði nýtt frumvarp um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar að lögum. Frumvarpið hefur verið samþykkt í ríkisstjórn og verður lagt fram á Alþingi í dag.

Helsta breytingin felst í því að fólk sem hafnar vinnu í fyrsta skipti mun missa bætur í tvo mánuði. Hafni það vinnu öðru sinni mun það missa allan bótarétt, og ekki öðlast hann á ný fyrr en það hefur verið í launaðri vinnu í sex mánuði, segir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra.

Einnig verða gerðar breytingar á bótum sem fólk getur fengið sé það ekki í fullu starfi. Ekki verður hægt að fá hlutabætur nema starfsskerðing nái 20 prósentum, en auk þess verður hámarksgreiðsla rúmlega 521 þúsund krónur. Það þýðir að sé einstaklingur með 500 þúsund króna laun fyrir 50 prósenta starfshlutfall fær hann í mesta lagi um 21 þúsund krónur í atvinnuleysisbætur til viðbótar.

Með þessum breytingum er ætlunin að spara um 800 milljónir króna á fyrri helmingi næsta árs, segir Árni Páll. Þeirri upphæð á að verja í ný vinnumarkaðsúrræði fyrir ungt fólk. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×