Lífið

Næsta Batman-mynd betri

Bale vonar að næsta Batman-mynd eigi eftir að slá hinni gríðarvinsælu The Dark Knight við.
Bale vonar að næsta Batman-mynd eigi eftir að slá hinni gríðarvinsælu The Dark Knight við.

Leikarinn Christian Bale er sannfærður um að næsta Batman-mynd verði ennþá betri en The Dark Knight. Bale, sem hefur leikið skikkjuklæddu hetjuna í síðustu tveimur myndum, vonar að næsta mynd eigi eftir að koma á óvart og slá The Dark Knight við, en sú sló öll aðsóknarmet fékk frábæra dóma gagnrýenda. „Ætlum við að gera þriðju myndina?

Rétti söguþráðurinn þarf að vera fyrir hendi. Það þýðir ekki að búa til eitthvað eins og The Dark Knight og ætla síðan að fylgja henni eftir með einhverju sem valda mun vonbrigðum,“ sagði Bale. Reyndar hefur hann þegar skuldbundið sig til að leika í einni mynd enn, jafnvel þótt leikstjórinn Chris Nolan ákveði að vera ekki við stjórnvölinn í þriðja sinn. „Staðreyndin er sú að ég verð að leika í henni en Chris þarf ekki að taka þátt. Þannig að núna vonast ég bara til að hann taki verkefnið að sér.“

Bale sést næst á hvíta tjaldinu í sumar í hasarmyndinni Terminator: Salvation þar sem hann fetar í fótspor sjálfs Arnolds Schwarzenegger sem starfar nú sem ríkisstjóri Kaliforníu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.