Poppstjarna opnar fiskbúð 2. maí 2009 05:00 Opnar á mánudag stórglæsilega fiskbúð og veitingastað uppi á Höfða og fullyrðir vitaskuld að staðurinn sá verði sá flottasti á höfuðborgarsvæðinu og þótt víðar væri leitað.fréttablaðið/stefán „Við munum einhenda okkur í að fá vínveitingaleyfið hið fyrsta. Svo maður þurfi nú ekki að vera hér edrú alla daga. Það hefur aldrei farið mér mjög vel að vera alveg edrú. Mjúkur er ég langbestur,“ segir Ragnar Gunnarsson, öðru nafni Raggi Sót í Skriðjöklunum. Raggi hefur nú vent sínu kvæði í kross. Frægastur er hann fyrir að fara fyrir hinum akureyrsku Skriðjöklum en hefur samhliða því að vera poppstjarna rekið járnabindingafyrirtæki. Nú ætlar Raggi að reyna fyrir sér í veitingarekstri. Hann opnar fiskbúð á mánudaginn en þar verður einnig veitingastaður – borð fyrir 20 til 30 gesti. En aðallega er búðin hugsuð fyrir hinar vinnandi stéttir, þær sem starfa í Höfðahverfinu, þannig að þær geti tekið með sér hina ýmsu fiskrétti sem Raggi lofar að verði sannkallað lostæti. Fiskbúðin/veitingastaðurinn hefur fengið nafnið Bryggjuhúsið. „Já, það er nú þannig að ég er fæddur og uppalinn í Bryggjuhúsinu á Akureyri. Og þess vegna er nú þetta nafn. Svo býður þessi búð upp á gott útsýni yfir bryggjuhverfið í Reykjavík þannig að nafngiftin var ekki úr vegi.“ Aðspurður tekur Raggi því víðs fjarri að þessi bransi sé sér ókunnugur með öllu. „Nei, nei, nei, pabbi var með útgerð. Smábátaútgerð og fiskaði. Svo keypti hann sér gamlan lögreglubíl og keyrði með fiskinn út í sveitir. Og seldi á hlaðinu. En það var eitt við þennan lögreglubíl að pabbi ætlaði aldrei að læra að fara inn í hann að framan. Var svo vanur að fara inn aftan megin,“ segir þessi nýjasti fiskikóngur á höfuðborgarsvæðinu og kímir. Hann bætir því við að þegar frægt karlaathvarf var rekið í Dugguvogi var hann vert, þjónn, kokkur og allt í senn. „Klúbburinn var meðal annars svona vinsæll af því að þar fengu menn svo gott að borða,“ segir Raggi. Og krefst þess að einnig verði sagt frá því að í Bryggjuhúsinu verði útlærð smurbrauðsdama sem sér um að framreiða slíkt fínerí. Á verði sem gerir fólki kleift að leyfa sér það af og til. „Ég mun kaupa hráefni hér og þar, stefni að því að kaupa fisk á markaði og vinna hann. Er með ágæta karla í það í Hafnarfirði. Já, ég fullyrði að þetta verður ein flottasta fiskbúð landsins.“ Nokkuð hefur borið á því að fiskbúðir bjóði upp á aukið úrval og Raggi segir samkeppnina af hinu góða. Verði til þess að menn vandi sig og leiti betra vöruverðs. En þetta hljóta að vera viðbrigði fyrir Ragga að fara í slorið – hann sem sjálfur er náttúrulega fyrst og fremst frægur sem poppstjarna. „Já, en þær þurfa náttúrulega að lifa eins og aðrir. Þannig að við prófum þetta. Annars getur vel verið að maður þurfi að taka fram míkrófóninn með þessu ef ekki verður nóg að gera. Ekki vantar eftirspurnina. Já, eða að vertinn syngi nokkra sjóaraslagara í búðinni.“ jakob@frettabladid.is Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira
„Við munum einhenda okkur í að fá vínveitingaleyfið hið fyrsta. Svo maður þurfi nú ekki að vera hér edrú alla daga. Það hefur aldrei farið mér mjög vel að vera alveg edrú. Mjúkur er ég langbestur,“ segir Ragnar Gunnarsson, öðru nafni Raggi Sót í Skriðjöklunum. Raggi hefur nú vent sínu kvæði í kross. Frægastur er hann fyrir að fara fyrir hinum akureyrsku Skriðjöklum en hefur samhliða því að vera poppstjarna rekið járnabindingafyrirtæki. Nú ætlar Raggi að reyna fyrir sér í veitingarekstri. Hann opnar fiskbúð á mánudaginn en þar verður einnig veitingastaður – borð fyrir 20 til 30 gesti. En aðallega er búðin hugsuð fyrir hinar vinnandi stéttir, þær sem starfa í Höfðahverfinu, þannig að þær geti tekið með sér hina ýmsu fiskrétti sem Raggi lofar að verði sannkallað lostæti. Fiskbúðin/veitingastaðurinn hefur fengið nafnið Bryggjuhúsið. „Já, það er nú þannig að ég er fæddur og uppalinn í Bryggjuhúsinu á Akureyri. Og þess vegna er nú þetta nafn. Svo býður þessi búð upp á gott útsýni yfir bryggjuhverfið í Reykjavík þannig að nafngiftin var ekki úr vegi.“ Aðspurður tekur Raggi því víðs fjarri að þessi bransi sé sér ókunnugur með öllu. „Nei, nei, nei, pabbi var með útgerð. Smábátaútgerð og fiskaði. Svo keypti hann sér gamlan lögreglubíl og keyrði með fiskinn út í sveitir. Og seldi á hlaðinu. En það var eitt við þennan lögreglubíl að pabbi ætlaði aldrei að læra að fara inn í hann að framan. Var svo vanur að fara inn aftan megin,“ segir þessi nýjasti fiskikóngur á höfuðborgarsvæðinu og kímir. Hann bætir því við að þegar frægt karlaathvarf var rekið í Dugguvogi var hann vert, þjónn, kokkur og allt í senn. „Klúbburinn var meðal annars svona vinsæll af því að þar fengu menn svo gott að borða,“ segir Raggi. Og krefst þess að einnig verði sagt frá því að í Bryggjuhúsinu verði útlærð smurbrauðsdama sem sér um að framreiða slíkt fínerí. Á verði sem gerir fólki kleift að leyfa sér það af og til. „Ég mun kaupa hráefni hér og þar, stefni að því að kaupa fisk á markaði og vinna hann. Er með ágæta karla í það í Hafnarfirði. Já, ég fullyrði að þetta verður ein flottasta fiskbúð landsins.“ Nokkuð hefur borið á því að fiskbúðir bjóði upp á aukið úrval og Raggi segir samkeppnina af hinu góða. Verði til þess að menn vandi sig og leiti betra vöruverðs. En þetta hljóta að vera viðbrigði fyrir Ragga að fara í slorið – hann sem sjálfur er náttúrulega fyrst og fremst frægur sem poppstjarna. „Já, en þær þurfa náttúrulega að lifa eins og aðrir. Þannig að við prófum þetta. Annars getur vel verið að maður þurfi að taka fram míkrófóninn með þessu ef ekki verður nóg að gera. Ekki vantar eftirspurnina. Já, eða að vertinn syngi nokkra sjóaraslagara í búðinni.“ jakob@frettabladid.is
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira