Poppstjarna opnar fiskbúð 2. maí 2009 05:00 Opnar á mánudag stórglæsilega fiskbúð og veitingastað uppi á Höfða og fullyrðir vitaskuld að staðurinn sá verði sá flottasti á höfuðborgarsvæðinu og þótt víðar væri leitað.fréttablaðið/stefán „Við munum einhenda okkur í að fá vínveitingaleyfið hið fyrsta. Svo maður þurfi nú ekki að vera hér edrú alla daga. Það hefur aldrei farið mér mjög vel að vera alveg edrú. Mjúkur er ég langbestur,“ segir Ragnar Gunnarsson, öðru nafni Raggi Sót í Skriðjöklunum. Raggi hefur nú vent sínu kvæði í kross. Frægastur er hann fyrir að fara fyrir hinum akureyrsku Skriðjöklum en hefur samhliða því að vera poppstjarna rekið járnabindingafyrirtæki. Nú ætlar Raggi að reyna fyrir sér í veitingarekstri. Hann opnar fiskbúð á mánudaginn en þar verður einnig veitingastaður – borð fyrir 20 til 30 gesti. En aðallega er búðin hugsuð fyrir hinar vinnandi stéttir, þær sem starfa í Höfðahverfinu, þannig að þær geti tekið með sér hina ýmsu fiskrétti sem Raggi lofar að verði sannkallað lostæti. Fiskbúðin/veitingastaðurinn hefur fengið nafnið Bryggjuhúsið. „Já, það er nú þannig að ég er fæddur og uppalinn í Bryggjuhúsinu á Akureyri. Og þess vegna er nú þetta nafn. Svo býður þessi búð upp á gott útsýni yfir bryggjuhverfið í Reykjavík þannig að nafngiftin var ekki úr vegi.“ Aðspurður tekur Raggi því víðs fjarri að þessi bransi sé sér ókunnugur með öllu. „Nei, nei, nei, pabbi var með útgerð. Smábátaútgerð og fiskaði. Svo keypti hann sér gamlan lögreglubíl og keyrði með fiskinn út í sveitir. Og seldi á hlaðinu. En það var eitt við þennan lögreglubíl að pabbi ætlaði aldrei að læra að fara inn í hann að framan. Var svo vanur að fara inn aftan megin,“ segir þessi nýjasti fiskikóngur á höfuðborgarsvæðinu og kímir. Hann bætir því við að þegar frægt karlaathvarf var rekið í Dugguvogi var hann vert, þjónn, kokkur og allt í senn. „Klúbburinn var meðal annars svona vinsæll af því að þar fengu menn svo gott að borða,“ segir Raggi. Og krefst þess að einnig verði sagt frá því að í Bryggjuhúsinu verði útlærð smurbrauðsdama sem sér um að framreiða slíkt fínerí. Á verði sem gerir fólki kleift að leyfa sér það af og til. „Ég mun kaupa hráefni hér og þar, stefni að því að kaupa fisk á markaði og vinna hann. Er með ágæta karla í það í Hafnarfirði. Já, ég fullyrði að þetta verður ein flottasta fiskbúð landsins.“ Nokkuð hefur borið á því að fiskbúðir bjóði upp á aukið úrval og Raggi segir samkeppnina af hinu góða. Verði til þess að menn vandi sig og leiti betra vöruverðs. En þetta hljóta að vera viðbrigði fyrir Ragga að fara í slorið – hann sem sjálfur er náttúrulega fyrst og fremst frægur sem poppstjarna. „Já, en þær þurfa náttúrulega að lifa eins og aðrir. Þannig að við prófum þetta. Annars getur vel verið að maður þurfi að taka fram míkrófóninn með þessu ef ekki verður nóg að gera. Ekki vantar eftirspurnina. Já, eða að vertinn syngi nokkra sjóaraslagara í búðinni.“ jakob@frettabladid.is Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
„Við munum einhenda okkur í að fá vínveitingaleyfið hið fyrsta. Svo maður þurfi nú ekki að vera hér edrú alla daga. Það hefur aldrei farið mér mjög vel að vera alveg edrú. Mjúkur er ég langbestur,“ segir Ragnar Gunnarsson, öðru nafni Raggi Sót í Skriðjöklunum. Raggi hefur nú vent sínu kvæði í kross. Frægastur er hann fyrir að fara fyrir hinum akureyrsku Skriðjöklum en hefur samhliða því að vera poppstjarna rekið járnabindingafyrirtæki. Nú ætlar Raggi að reyna fyrir sér í veitingarekstri. Hann opnar fiskbúð á mánudaginn en þar verður einnig veitingastaður – borð fyrir 20 til 30 gesti. En aðallega er búðin hugsuð fyrir hinar vinnandi stéttir, þær sem starfa í Höfðahverfinu, þannig að þær geti tekið með sér hina ýmsu fiskrétti sem Raggi lofar að verði sannkallað lostæti. Fiskbúðin/veitingastaðurinn hefur fengið nafnið Bryggjuhúsið. „Já, það er nú þannig að ég er fæddur og uppalinn í Bryggjuhúsinu á Akureyri. Og þess vegna er nú þetta nafn. Svo býður þessi búð upp á gott útsýni yfir bryggjuhverfið í Reykjavík þannig að nafngiftin var ekki úr vegi.“ Aðspurður tekur Raggi því víðs fjarri að þessi bransi sé sér ókunnugur með öllu. „Nei, nei, nei, pabbi var með útgerð. Smábátaútgerð og fiskaði. Svo keypti hann sér gamlan lögreglubíl og keyrði með fiskinn út í sveitir. Og seldi á hlaðinu. En það var eitt við þennan lögreglubíl að pabbi ætlaði aldrei að læra að fara inn í hann að framan. Var svo vanur að fara inn aftan megin,“ segir þessi nýjasti fiskikóngur á höfuðborgarsvæðinu og kímir. Hann bætir því við að þegar frægt karlaathvarf var rekið í Dugguvogi var hann vert, þjónn, kokkur og allt í senn. „Klúbburinn var meðal annars svona vinsæll af því að þar fengu menn svo gott að borða,“ segir Raggi. Og krefst þess að einnig verði sagt frá því að í Bryggjuhúsinu verði útlærð smurbrauðsdama sem sér um að framreiða slíkt fínerí. Á verði sem gerir fólki kleift að leyfa sér það af og til. „Ég mun kaupa hráefni hér og þar, stefni að því að kaupa fisk á markaði og vinna hann. Er með ágæta karla í það í Hafnarfirði. Já, ég fullyrði að þetta verður ein flottasta fiskbúð landsins.“ Nokkuð hefur borið á því að fiskbúðir bjóði upp á aukið úrval og Raggi segir samkeppnina af hinu góða. Verði til þess að menn vandi sig og leiti betra vöruverðs. En þetta hljóta að vera viðbrigði fyrir Ragga að fara í slorið – hann sem sjálfur er náttúrulega fyrst og fremst frægur sem poppstjarna. „Já, en þær þurfa náttúrulega að lifa eins og aðrir. Þannig að við prófum þetta. Annars getur vel verið að maður þurfi að taka fram míkrófóninn með þessu ef ekki verður nóg að gera. Ekki vantar eftirspurnina. Já, eða að vertinn syngi nokkra sjóaraslagara í búðinni.“ jakob@frettabladid.is
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira