Enski boltinn

Samvinna Nicolas Anelka og Didier Drogba sá um Fulham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicolas Anelka og Didier Drogba fagna marki í dag.
Nicolas Anelka og Didier Drogba fagna marki í dag. Mynd/GettyImages

Chelsea og Arsenal unnu bæði góða sigra í ensku úrvalsdeildinni í dag og þá vann Manchester City einnig flottan sigur á Blackburn. Lundúnaliðin West Ham og Tottenham unnu bæði nauma sigra.

Guus Hiddink hefur miklu meiri trú á samvinnu Nicolas Anelka og Didier Drogba heldur en forveri hans í stjórastöðunni hjá Chelsea og þeir eru að blómstra undir stjórn Hollendingsins.

Didier Drogba lagði upp fyrstu tvö mörk Chelsea fyrir Nicolas Anelka og

Florent Malouda og skoraði síðan það þriðja sjálfur eftir sendingu frá Anelka. Öll mörk Chelsea komu eftir samvinnu Drogba og Anelka.

Nicklas Bendtner skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik í 3-0 útisigri á Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth. Portsmouth náði ekki að nýta sér það að Arsenal tefldi fram hálfgerðu varaliði en liðið fékk þó nokkur góð færi.

Enska úrvalsdeildin - úrslit dagsins

Middlesbrough-Man Utd 0-2

0-1 Ryan Giggs (25.), 0-2 Ji-Sung Park (51.)

Chelsea-Fulham 3-1

1-0 Nicolas Anelka (1.), 1-1 Erik Nevland (4.), 2-1 Florent Malouda (10.), 3-1 Didier Drogba (53.)

Man City-Blackburn 3-1

1-0 Felipe Caicedo (28.), 2-0 Robinho (35.), 3-0 Elano, víti (45.), 3-1

Keith Andrews (67.)

Portsmouth-Arsenal 0-3

0-1 Nicklas Bendtner (13.), 0-2 Nicklas Bendtner, víti (41.), 0-3 Carlos Vela (56.)

Stoke-West Ham 0-1

0-1 Diego Tristan (32.)

Tottenham-West Brom 1-0

1-0 Jermaine Jenas (43.)

Wigan-Bolton 0-0












Fleiri fréttir

Sjá meira


×