Nýtt andlit í Stundinni okkar 2. maí 2009 06:30 Krefjandi verkefni Anna Svava Knútsdóttir telur að hlutverk sitt í Stundinni okkar verði erfitt, enda séu börn óhrædd við að gagnrýna. Fréttablaðið/Valli „Við erum byrjuð að skrifa saman, ég og Björgvin. Hann verður áfram umsjónarmaður þáttarins og ég verð svona aukakarakter. Svo bregð ég mér í ýmis hlutverk," segir leikkonan Anna Svava Knútsdóttir, sem ráðin hefur verið annar umsjónarmanna Stundarinnar okkar næsta vetur. Anna Svava útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskólans fyrir tveimur árum og hefur síðan tekið að sér hin og þessi hlutverk. Í vetur hefur hún verið hjá Leikfélagi Akureyrar þar sem hún lék meðal annars í Músagildrunni og Földu fylgi. Hún er ánægð með þetta nýja hlutverk sitt. „Auðvitað er ég kát. Ég horfði alltaf á Stundina okkar þegar ég var barn og fannst Bryndís Schram ógeðslega skemmtileg. Þegar ég horfi á þá þætti í dag veit ég hins vegar ekki alveg hvað það var sem mér fannst skemmtilegt," segir Anna Svava og hlær. Hún telur ástæðu þessa vera þá að lítið framboð hafi verið á barnaefni þegar hún var krakki. Það sé allt breytt. „Nú skipta krakkarnir bara um rás ef þeim finnst efnið ekki skemmtilegt. Þetta verður því að vera gott." Anna Svava er ekki feimin við að viðurkenna að það sé nokkur pressa á henni vegna þessa. „Það er allt öðruvísi að framleiða efni fyrir börn en fullorðna. Við munum gera fjóra þætti til að byrja með og spyrja krakkana hvað þeim finnst. Þá getur vel verið að þau fíli mig ekki neitt og þá þurfum við að gera eitthvað allt annað. Þau segja nefnilega það sem þeim finnst, annað en fullorðna fólkið." - hdm Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
„Við erum byrjuð að skrifa saman, ég og Björgvin. Hann verður áfram umsjónarmaður þáttarins og ég verð svona aukakarakter. Svo bregð ég mér í ýmis hlutverk," segir leikkonan Anna Svava Knútsdóttir, sem ráðin hefur verið annar umsjónarmanna Stundarinnar okkar næsta vetur. Anna Svava útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskólans fyrir tveimur árum og hefur síðan tekið að sér hin og þessi hlutverk. Í vetur hefur hún verið hjá Leikfélagi Akureyrar þar sem hún lék meðal annars í Músagildrunni og Földu fylgi. Hún er ánægð með þetta nýja hlutverk sitt. „Auðvitað er ég kát. Ég horfði alltaf á Stundina okkar þegar ég var barn og fannst Bryndís Schram ógeðslega skemmtileg. Þegar ég horfi á þá þætti í dag veit ég hins vegar ekki alveg hvað það var sem mér fannst skemmtilegt," segir Anna Svava og hlær. Hún telur ástæðu þessa vera þá að lítið framboð hafi verið á barnaefni þegar hún var krakki. Það sé allt breytt. „Nú skipta krakkarnir bara um rás ef þeim finnst efnið ekki skemmtilegt. Þetta verður því að vera gott." Anna Svava er ekki feimin við að viðurkenna að það sé nokkur pressa á henni vegna þessa. „Það er allt öðruvísi að framleiða efni fyrir börn en fullorðna. Við munum gera fjóra þætti til að byrja með og spyrja krakkana hvað þeim finnst. Þá getur vel verið að þau fíli mig ekki neitt og þá þurfum við að gera eitthvað allt annað. Þau segja nefnilega það sem þeim finnst, annað en fullorðna fólkið." - hdm
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira