Innlent

Gengið gegn umferðarslysum á þremur stöðum

MYND/Stöð 2

Gengið verður gegn umferðarslysum á þremur stöðum á landinu í dag og hefjast göngurnar klukkan 17. Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum standa fyrir göngu í Reykjavík þar sem gengið verður frá sjúkrabílamóttöku Landspítalans við Hringbraut og að þyrlupallinum við Landspítalann í Fossvogi. Þar er meðal annars ætlunin að sleppa blöðrum til að minnast þeirra sem létust í umferðinni í fyrra.

Á Akureyri verður gengið frá þyrlupalli Fjórðungssjúkrahússins, niður Þórunnarstræti og þaðan eftir Glerárgötu að Ráðhústorgi. Þar verður stutt athöfn til minningar um þá sem hafa látist í umferðinni og blöðrum sleppt líkt og í Reykjavík.

Þá kemur fram á fréttvef Suðurgluggans að starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hyggist einnig ganga gegn slysum. Gengið verður frá sjúkrahúsinu við Árveg, upp Heiðmörkina og upp á Austurveg og niður að ráðhúsi, til baka og endað við lögreglustöðina við Hörðuvelli. Þar mun fulltrúi framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands flytja stutt ávarp.

Bein útsending verður frá göngunni á Vísi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×