Vonar að Íslendingar hafi lært af bankahruninu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2020 20:21 Sigmundur var gestur Heimis Más í Víglínunni í dag. Vísir/Einar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist telja að stjórnvöld hefðu þurft að bregðast fyrr við því ástandi sem nú er uppi í efnahagslífi Íslands vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segist vona að Íslendingar hafi lært af reynslunni og segir það alls ekki mega gerast að bankar hér á landi taki yfir ferðaþjónustufyrirtæki sem standa höllum fæti, og selji þau síðan þegar rofar til í efnahagsmálum. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Þegar stjórnvöld svo kynna aðgerðir, þá þurfa þær við þessar aðstæður að vera stórtækar og þær þurfa að vera almennar,“ segir Sigmundur. Hann telur þá niðursveiflu sem nú blasir við geta orðið þá stærstu sem sést hefur á þessari öld, sem og þeirri síðustu. „Þetta eru aðstæður sem krefjast gríðarlega mikils inngrips stjórnvalda og aðgerða sem við myndum aldrei telja eðlilegar eða ásættanlegar við aðrar aðstæður. Þær þurfa að vera umfangsmiklar og almennar. Ekki flóknar.“ Ferðaþjónustan „í sjokki“ Sigmundur telur einn megingalla þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa boðað, vera hversu flóknar þær eru í útfærslu. Hann bendir á að svokölluð brúarlán, sem boðuð voru í fyrri aðgerðapakka stjórnvalda af þeim tveimur sem hulunni hefur verið svipt af, séu ekki komin til framkvæmda. „Menn hafa ekki fundið út úr því hvernig, og þá hvort er yfir höfuð hægt að framkvæma þetta.“ Hann segir skattalækkana og niðurfellinga gjalda vera þörf. Eins segir hann beina innspýtingu í efnahagslífið nauðsynlega til að halda ákveðnum fyrirtækjum gangandi. „Það sem er kannski mest áberandi núna þegar við nálgumst mánaðamót er að það skuli ekki hafa verið brugðist við gagnvart ferðaþjónustunni. Maður skynjar það að þar er fólk nánast í sjokki eftir að hafa heyrt aðgerðapakka tvö nefndan og farið yfir hann. Menn gerðu ráð fyrir því að það yrði komið til móts við þessa grein sérstaklega og önnur fyrirtæki sem sjá fram á algjört hrun í tekjum,“ segir Sigmundur. Bankarnir megi ekki taka fyrirtækin yfir Hann segir vandséð að hægt sé að bregðast við stöðu greinarinnar, sem nú sjái fram á að hafa litlar sem engar tekjur á næstu mánuðum, öðruvísi en að gera fyrirtækjum hennar kleift að leggjast í dvala. Hann segist vona að umræða um slíkt skili sér hjá ríkisstjórninni og fljótt komi í ljós hvernig hægt verði að gera þetta mögulegt. „Það sem má alls ekki gerast við þessar aðstæður, og vonandi höfum við lært af reynslunni fyrir rúmlega tíu árum síðan, er að bankarnir setji fyrirtæki í þrot, yfirtaki þau, reki þau jafnvel í samkeppni við þau fyrirtæki sem enn eru að reyna að þrauka og selji þau svo þegar bjartari tímar byrja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrunið Íslenskir bankar Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Miðflokkurinn Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist telja að stjórnvöld hefðu þurft að bregðast fyrr við því ástandi sem nú er uppi í efnahagslífi Íslands vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segist vona að Íslendingar hafi lært af reynslunni og segir það alls ekki mega gerast að bankar hér á landi taki yfir ferðaþjónustufyrirtæki sem standa höllum fæti, og selji þau síðan þegar rofar til í efnahagsmálum. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Þegar stjórnvöld svo kynna aðgerðir, þá þurfa þær við þessar aðstæður að vera stórtækar og þær þurfa að vera almennar,“ segir Sigmundur. Hann telur þá niðursveiflu sem nú blasir við geta orðið þá stærstu sem sést hefur á þessari öld, sem og þeirri síðustu. „Þetta eru aðstæður sem krefjast gríðarlega mikils inngrips stjórnvalda og aðgerða sem við myndum aldrei telja eðlilegar eða ásættanlegar við aðrar aðstæður. Þær þurfa að vera umfangsmiklar og almennar. Ekki flóknar.“ Ferðaþjónustan „í sjokki“ Sigmundur telur einn megingalla þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa boðað, vera hversu flóknar þær eru í útfærslu. Hann bendir á að svokölluð brúarlán, sem boðuð voru í fyrri aðgerðapakka stjórnvalda af þeim tveimur sem hulunni hefur verið svipt af, séu ekki komin til framkvæmda. „Menn hafa ekki fundið út úr því hvernig, og þá hvort er yfir höfuð hægt að framkvæma þetta.“ Hann segir skattalækkana og niðurfellinga gjalda vera þörf. Eins segir hann beina innspýtingu í efnahagslífið nauðsynlega til að halda ákveðnum fyrirtækjum gangandi. „Það sem er kannski mest áberandi núna þegar við nálgumst mánaðamót er að það skuli ekki hafa verið brugðist við gagnvart ferðaþjónustunni. Maður skynjar það að þar er fólk nánast í sjokki eftir að hafa heyrt aðgerðapakka tvö nefndan og farið yfir hann. Menn gerðu ráð fyrir því að það yrði komið til móts við þessa grein sérstaklega og önnur fyrirtæki sem sjá fram á algjört hrun í tekjum,“ segir Sigmundur. Bankarnir megi ekki taka fyrirtækin yfir Hann segir vandséð að hægt sé að bregðast við stöðu greinarinnar, sem nú sjái fram á að hafa litlar sem engar tekjur á næstu mánuðum, öðruvísi en að gera fyrirtækjum hennar kleift að leggjast í dvala. Hann segist vona að umræða um slíkt skili sér hjá ríkisstjórninni og fljótt komi í ljós hvernig hægt verði að gera þetta mögulegt. „Það sem má alls ekki gerast við þessar aðstæður, og vonandi höfum við lært af reynslunni fyrir rúmlega tíu árum síðan, er að bankarnir setji fyrirtæki í þrot, yfirtaki þau, reki þau jafnvel í samkeppni við þau fyrirtæki sem enn eru að reyna að þrauka og selji þau svo þegar bjartari tímar byrja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrunið Íslenskir bankar Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Miðflokkurinn Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira