Innlent

Ætlar ekki í varaformanninn

Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór Júlíusson

Kristján Þór Júlíusson segist ekki ætla að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins tapi hann fyrir Bjarna Benediktssyni um formannsstól flokksins.

Í tilkynningu frá Kristjáni segir að vegna orðróms á netmiðlum um að hann hyggist bjóða sig fram í varaformannsembættið vilji hann taka eftirfarandi fram.

„Ég hef boðið mig fram á landsfundi tli að gegna formannsembætti í Sjáflstæðisflokknum. Af minni hálfu kemur ekkert annað til greina, enda er ég vanur að ganga hreint til verks."

Hann vill síðan nota tækifærið og þakka þeim rúmlega sjö hundruð landsfundarfulltrúum sem mættu í hóf sem haldið var honum til stuðnings í Ásmundarsafni í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×