Sport

Matthías: Því hraðar sem þú kastar því minna getur þú verið stressaður

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Matthías Örn Friðriksson.
Matthías Örn Friðriksson. Vísir/Skjáskot

Matthías Örn Friðriksson bar sigur úr býtum á boðsmóti Stöðvar 2 Sport í pílukasti sem fram fór um helgina.

Matthías vann nauman sigur í 8 manna úrslitum en varð betri og betri eftir því sem leið á mótið.

„Mér fannst það ganga illa. Ég var frekar lengi í gang en maður varð skárri og skárri eftir því sem maður spilaði fleiri leggi og fleiri leiki. Úrslitaleikurinn var eiginlega skárstur,“ segir Matthías.

Í úrslitum lagði hann hinn reynslimikla Vitor Charrua en þeir mættust einnig í úrslitum Íslandsmótsins í síðasta mánuði. Vitor náði sér ekki á strik í úrslitaleiknum í gær og vann Matthías öruggan 6-2 sigur.

„Vitor sýndi ekki sínar bestu hliðar. Hann er miklu betri spilari en hann sýndi,“ segir Matthías.

Matthías ræddi einnig um sinn stíl sem pílukastari við Stefán Árna Pálsson.

„Því hraðar sem þú kastar því minna getur þú verið stressaður. Ég er búinn að prófa alls konar. Ég byrjaði að spila 2012 og er núna búinn að finna stíl sem ég er þokkalega sáttur með en maður er alltaf að breyta einhverju,“ segir Matthías.

Viðtalið við Matthías má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni.

Klippa: Boðsmót S2S í pílukasti - Viðtal við sigurvegara

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×