Crewe tapaði í dag fyrir Milwall á heimavelli, 1-0, með marki sem var skorað í uppbótartíma.
Það var Jason Price sem skoraði markið mikilvæga en Millwall er í þriðja sæti deildarinnar. Crewe er í nítjánda sæti með 43 stig, aðeins einu stigi frá fallsæti.
Gylfi Sigurðsson lék allan leikinn í liði Crewe í dag.