Hefur bjargað hundruðum mannslífa Una Sighvatsdóttir skrifar 4. mars 2016 20:00 TF-Líf lenti við bráðamóttökuna í Fossvogi í dag þegar þess var minnst að 30 ár eru liðin síðan samstarfsamningur var gerður milli Landhelgisgæslunnar og Borgarspítalans. Benóný Ásgrímsson flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni hefur flogið þyrlunni öll árin 30 og átta árin betur. Hann segir að þegar læknarnir komu til sögunnar hafi það gjörbreytt starfinu og bætt öryggi bæði sjúklinga en einnig starfsmanna Landhelgisgæslunnar.Aldrei skilið læknana sem fást í þetta „Árin þar á undan áður en þeir komu til starfa höfðum við enga sérþekkingu um borð en vorum oft í því að sækja sjúklinga og slasaða. Og það eina sem við höfðum í höndunum var eiginlega bara lækningahandbók fyrir sjómenn eftir Pál Kolka héraðslækni. Það var meira til að stoppa blóðnasir og slíks. Þetta gjörbreytti öllu."Guðmundur Björnsson læknir var í fyrsta hópi unglækna sem komu því í kring að læknir yrði alltaf um borð þyrlum Landhelgisgæslunnar, en það reyndist mikil bylting.Benóný segir samstarfið við lækna einstakt og það hafi margsannað sig gegnum tíðina. „En ég hef reyndar aldrei getað skilið það með læknana hvernig þeir fást í þetta starf. Þeir sem eru í tiltöllega öruggu og rólegu...jah ég segi kannski ekki rólegu, en öruggu umhverfi inni á spítölunum. Að láta slaka sér ofan í skip í leiðindaveðri í svartamyrkri. Ég hugsaði alltaf með mér fyrst að eftir þetta hlytur þessir unglæknar að fara beint á geðsviðið í sérnám.“Lærði að óttast ekkert Guðmundur Björnsson var einn af unglæknunum sem áttu frumkvæði að því að setja á sjálfstæða læknavakt um borð í þyrlunum. Þetta var hugsjónastarf því framan af þetta sjálfboðavinna. Hann segir margt minnisstætt úr sjúkrafluginu. „Þetta kenndi allavega mér að taka erfiðar ákvarðanir, þreyttur um miðja nótt, og gerði mann þannig að maður er raunverulega ekki hræddur við neitt," segir Guðmundur.Bergur Stefánsson bráðalæknir segir áhöfn þyrlunnar ómetanlegan stuðning við alla utanspítalaþjónustu, jafnt héraðslækna sem sjúkraflutningamenn.Bjargar lífum á hverju ári Álagið hefur síst minnkað því útköllum þyrlunnar fer fjölgandi með auknum ferðamannastraum. Í fyrra voru farin hátt í þriðja hundruð sjúkraflug, oft á afskekkta staði þar sem áhöfn þyrlunnar er fyrsta hjálp á vettvangi. Bergur Stefánsson er yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa. Hann segir lækninn ómissandi fyrir sjúkraflugið í dag, „en auðvitað getum við ekkert gert án þess að hafa stuðninginn frá strákunum í gæslunni. „Þetta er einn hlekkurinn í keðju, en ef einn hlekkur er veikur þá slitnar keðjan. Þetta er sterkur hlekkur í keðjunni og við verðum að halda áfram að hafa hann sterkan. Þetta bjargar lífum á hverju einasta ári." Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
TF-Líf lenti við bráðamóttökuna í Fossvogi í dag þegar þess var minnst að 30 ár eru liðin síðan samstarfsamningur var gerður milli Landhelgisgæslunnar og Borgarspítalans. Benóný Ásgrímsson flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni hefur flogið þyrlunni öll árin 30 og átta árin betur. Hann segir að þegar læknarnir komu til sögunnar hafi það gjörbreytt starfinu og bætt öryggi bæði sjúklinga en einnig starfsmanna Landhelgisgæslunnar.Aldrei skilið læknana sem fást í þetta „Árin þar á undan áður en þeir komu til starfa höfðum við enga sérþekkingu um borð en vorum oft í því að sækja sjúklinga og slasaða. Og það eina sem við höfðum í höndunum var eiginlega bara lækningahandbók fyrir sjómenn eftir Pál Kolka héraðslækni. Það var meira til að stoppa blóðnasir og slíks. Þetta gjörbreytti öllu."Guðmundur Björnsson læknir var í fyrsta hópi unglækna sem komu því í kring að læknir yrði alltaf um borð þyrlum Landhelgisgæslunnar, en það reyndist mikil bylting.Benóný segir samstarfið við lækna einstakt og það hafi margsannað sig gegnum tíðina. „En ég hef reyndar aldrei getað skilið það með læknana hvernig þeir fást í þetta starf. Þeir sem eru í tiltöllega öruggu og rólegu...jah ég segi kannski ekki rólegu, en öruggu umhverfi inni á spítölunum. Að láta slaka sér ofan í skip í leiðindaveðri í svartamyrkri. Ég hugsaði alltaf með mér fyrst að eftir þetta hlytur þessir unglæknar að fara beint á geðsviðið í sérnám.“Lærði að óttast ekkert Guðmundur Björnsson var einn af unglæknunum sem áttu frumkvæði að því að setja á sjálfstæða læknavakt um borð í þyrlunum. Þetta var hugsjónastarf því framan af þetta sjálfboðavinna. Hann segir margt minnisstætt úr sjúkrafluginu. „Þetta kenndi allavega mér að taka erfiðar ákvarðanir, þreyttur um miðja nótt, og gerði mann þannig að maður er raunverulega ekki hræddur við neitt," segir Guðmundur.Bergur Stefánsson bráðalæknir segir áhöfn þyrlunnar ómetanlegan stuðning við alla utanspítalaþjónustu, jafnt héraðslækna sem sjúkraflutningamenn.Bjargar lífum á hverju ári Álagið hefur síst minnkað því útköllum þyrlunnar fer fjölgandi með auknum ferðamannastraum. Í fyrra voru farin hátt í þriðja hundruð sjúkraflug, oft á afskekkta staði þar sem áhöfn þyrlunnar er fyrsta hjálp á vettvangi. Bergur Stefánsson er yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa. Hann segir lækninn ómissandi fyrir sjúkraflugið í dag, „en auðvitað getum við ekkert gert án þess að hafa stuðninginn frá strákunum í gæslunni. „Þetta er einn hlekkurinn í keðju, en ef einn hlekkur er veikur þá slitnar keðjan. Þetta er sterkur hlekkur í keðjunni og við verðum að halda áfram að hafa hann sterkan. Þetta bjargar lífum á hverju einasta ári."
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira