Kattaflóin langstökkvari sem dreifir sér um húsið sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. mars 2016 18:40 Talið er hugsanlegt að flóin sé orðin útbreidd meðal katta, og ef til vill hunda. Vísir/Getty Kattaflóin sem nú hefur verið verið að gera vart við sig stekkur langt, er snögg í hreyfingum og lifir allt árið um kring, segir Þóra Jónasdóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun. Hún segir samstillt átak hunda- og kattaeigenda nauðsynlegt svo hægt verði að vinna bug á þessari óværu. „Hún fjölgar sér, verpir eggjum á feldinn sem svo detta af, hún festir þau ekki í hárin, og dreifir sér oft um húsið, í sófa og teppi og annað slíkt í kringum bælið þeirra. Þar klekjast þau út yfirleitt á innan við þremur vikum við herbergishita. Svo sýkjast náttúrulega ný dýr,“ segir Þóra í Reykjavík síðdegis.Fyrst varð vart við þessa óværu í febrúar þegar greindist kattafló á ketti í Garðabæ en þessi tegund flóa hefur örsjaldan fundist hér á landi. Nú er um að ræða kött af heimili í miðborg Reykjavíkur, sem fer út að vild og telur Matvælastofnun að hugsanlega sé kattaflóin orðin útbreidd meðal katta, og ef til vill hunda. Flóin er meðhöndluð með sérstökum lyfjum sem fást hjá dýralæknum, að sögn Þóru. „Svo er mjög mikilvægt með flóna að það verður að taka umhverfið með eggjunum og lirfunum og þrífa vel, ryksuga og þvo allt sem hægt er að þvo. Kattaflóin er þannig að eggin og lirfurnar lifa ekki í kulda, þannig að undir þremur gráðum lifir hún ekki lengi. Þess vegna væri gott tækifæri núna, yfir veturinn, að það er hægt að bera út húsgögn eða teppi og frysta ef það er eitthvað sem maður getur ekki þvegið,“ segir hún. Þá segir hún oft erfitt að sjá flóna. „Oft er auðveldara að sjá saurinn sem er svona eins og það sé smá pipar í feldinum. Hún er dökkbrún og saurinn er dökkur, svartur. Ef maður setur það á pappír og bleytir þá virkar það svolítið rauðbrúnt því það getur verið smá blóð í þessu. Flóin er vel sjáanleg með beru auga en vandamálið er að hún ferðast mjög hratt,“ segir Þóra og bætir við að gott sé að nota stækkunargler. „En svo erum við núna að reyna nýjar leiðir hvort við getum ryksugað inn sýni.“Hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Talið að sjaldgæf fló sé farin að breiða úr sér Talið er hugsanlegt að flóin sé orðin útbreidd meðal katta, og ef til vill hunda. 3. mars 2016 14:01 Ólíklegt að kattafló leggist í ríkum mæli á fólk Sóttvarnalæknir segir kattafló geta valdið hita hjá fólki en ólíklegt sé að hún leggist í ríkum mæli á fólk. 4. mars 2016 12:36 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Kattaflóin sem nú hefur verið verið að gera vart við sig stekkur langt, er snögg í hreyfingum og lifir allt árið um kring, segir Þóra Jónasdóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun. Hún segir samstillt átak hunda- og kattaeigenda nauðsynlegt svo hægt verði að vinna bug á þessari óværu. „Hún fjölgar sér, verpir eggjum á feldinn sem svo detta af, hún festir þau ekki í hárin, og dreifir sér oft um húsið, í sófa og teppi og annað slíkt í kringum bælið þeirra. Þar klekjast þau út yfirleitt á innan við þremur vikum við herbergishita. Svo sýkjast náttúrulega ný dýr,“ segir Þóra í Reykjavík síðdegis.Fyrst varð vart við þessa óværu í febrúar þegar greindist kattafló á ketti í Garðabæ en þessi tegund flóa hefur örsjaldan fundist hér á landi. Nú er um að ræða kött af heimili í miðborg Reykjavíkur, sem fer út að vild og telur Matvælastofnun að hugsanlega sé kattaflóin orðin útbreidd meðal katta, og ef til vill hunda. Flóin er meðhöndluð með sérstökum lyfjum sem fást hjá dýralæknum, að sögn Þóru. „Svo er mjög mikilvægt með flóna að það verður að taka umhverfið með eggjunum og lirfunum og þrífa vel, ryksuga og þvo allt sem hægt er að þvo. Kattaflóin er þannig að eggin og lirfurnar lifa ekki í kulda, þannig að undir þremur gráðum lifir hún ekki lengi. Þess vegna væri gott tækifæri núna, yfir veturinn, að það er hægt að bera út húsgögn eða teppi og frysta ef það er eitthvað sem maður getur ekki þvegið,“ segir hún. Þá segir hún oft erfitt að sjá flóna. „Oft er auðveldara að sjá saurinn sem er svona eins og það sé smá pipar í feldinum. Hún er dökkbrún og saurinn er dökkur, svartur. Ef maður setur það á pappír og bleytir þá virkar það svolítið rauðbrúnt því það getur verið smá blóð í þessu. Flóin er vel sjáanleg með beru auga en vandamálið er að hún ferðast mjög hratt,“ segir Þóra og bætir við að gott sé að nota stækkunargler. „En svo erum við núna að reyna nýjar leiðir hvort við getum ryksugað inn sýni.“Hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Talið að sjaldgæf fló sé farin að breiða úr sér Talið er hugsanlegt að flóin sé orðin útbreidd meðal katta, og ef til vill hunda. 3. mars 2016 14:01 Ólíklegt að kattafló leggist í ríkum mæli á fólk Sóttvarnalæknir segir kattafló geta valdið hita hjá fólki en ólíklegt sé að hún leggist í ríkum mæli á fólk. 4. mars 2016 12:36 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Talið að sjaldgæf fló sé farin að breiða úr sér Talið er hugsanlegt að flóin sé orðin útbreidd meðal katta, og ef til vill hunda. 3. mars 2016 14:01
Ólíklegt að kattafló leggist í ríkum mæli á fólk Sóttvarnalæknir segir kattafló geta valdið hita hjá fólki en ólíklegt sé að hún leggist í ríkum mæli á fólk. 4. mars 2016 12:36