Óttast að fé rústi skógrækt í Þórsmörk 26. júlí 2012 05:15 Bændur segjast ekki skilja æsinginn – einungis um 25 kindur séu nú á Almenningum en síðast þegar beitarþolið var kannað hafi svæðið ráðið við um 260. Fréttablaðið/stefán „Það er aldrei okkar ásetningur að beita á nágranna, en ef nágranninn á að girða og gerir það ekki – hversu lengi eigum við að bíða?“ spyr Guðmundur Viðarsson, talsmaður afréttareigenda á Almenningum í nágrenni Þórsmerkur, sem landgræðslustjóri sakar um siðleysi með því að reka fé á réttinn, enda komist féð þá óhindrað í viðkvæm skógræktarsvæði í Þórsmörk. Guðmundur segir það hlutverk Skógræktar Íslands að girða skógræktarsvæðið af frá beitarlandinu og að til þess hafi bændurnir á svæðinu í raun gefið þriggja ára svigrúm. „En það er auðvitað „status quo“-ástand ef nágranninn bara hummar og við erum svo kurteisir að gera ekki neitt,“ segir hann. Í yfirlýsingu frá Skógrækt ríkisins er upprekstrinum á afréttinn harðlega mótmælt. „Afrétturinn, sem talinn er óbeitarhæfur í nýlegri skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands, er ekki girtur af og getur sauðfé því runnið óheft inn á Þórsmörk, Goðaland og önnur friðlönd sem gróin eru birkiskógi eða eru að gróa. Hætta er á að slík beit skaði margra áratuga starf sjálfboðaliða og stofnana við endurheimt birkiskóga og gróðurs á Þórsmerkursvæðinu,“ segir í yfirlýsingunni. Málið á sér langa forsögu. Bændur í Fljótshlíð fólu Skógræktinni svæðið til umsýslu um 1930 gegn því að svæðið yrði girt af. Um 1990 var gerður samningur um friðun Almenninga til tíu ára og í kjölfarið fjarlægði Skógræktin girðinguna, sem var dýr í viðhaldi og talin óþörf í ljósi friðunarsamningsins. Friðunarsamningurinn rann hins vegar úr gildi um aldamót og bændur vildu ekki framlengja hann heldur frekar beita á afréttinn eins og þeir áttu rétt á. Við tók þjóðlendumál við ríkið og niðurstaðan úr því var að landið væri þjóðlenda með afréttareign bænda. „Árið 2009 boðuðum við að við værum að fara að hefja upprekstur á afréttinn,“ segir Guðmundur. Það hafi svo tafist vegna eldgosa. „En ef Skógræktarmenn eru illir núna þá kemur mér það mikið á óvart. Þeir hafa haft þrjú ár til að girða,“ segir hann. „Í mínum huga er gamli samningurinn enn í gildi og á þeirra ábyrgð að girða.“ Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri sagði í samtali við RÚV í fyrradag að bændur væru með þessu að brjóta gegn fjallskilasamþykkt Rangárvallasýslu og nýrri samþykkt sveitarstjórnar um upprekstur, sem kveður á um að ekki megi beita fé á landið fyrr en að undangengnu mati á beitarþoli. „Hann verður þá bara að kæra maðurinn,“ segir Guðmundur, sem gefur ekki mikið fyrir athugasemdir Sveins. stigur@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
„Það er aldrei okkar ásetningur að beita á nágranna, en ef nágranninn á að girða og gerir það ekki – hversu lengi eigum við að bíða?“ spyr Guðmundur Viðarsson, talsmaður afréttareigenda á Almenningum í nágrenni Þórsmerkur, sem landgræðslustjóri sakar um siðleysi með því að reka fé á réttinn, enda komist féð þá óhindrað í viðkvæm skógræktarsvæði í Þórsmörk. Guðmundur segir það hlutverk Skógræktar Íslands að girða skógræktarsvæðið af frá beitarlandinu og að til þess hafi bændurnir á svæðinu í raun gefið þriggja ára svigrúm. „En það er auðvitað „status quo“-ástand ef nágranninn bara hummar og við erum svo kurteisir að gera ekki neitt,“ segir hann. Í yfirlýsingu frá Skógrækt ríkisins er upprekstrinum á afréttinn harðlega mótmælt. „Afrétturinn, sem talinn er óbeitarhæfur í nýlegri skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands, er ekki girtur af og getur sauðfé því runnið óheft inn á Þórsmörk, Goðaland og önnur friðlönd sem gróin eru birkiskógi eða eru að gróa. Hætta er á að slík beit skaði margra áratuga starf sjálfboðaliða og stofnana við endurheimt birkiskóga og gróðurs á Þórsmerkursvæðinu,“ segir í yfirlýsingunni. Málið á sér langa forsögu. Bændur í Fljótshlíð fólu Skógræktinni svæðið til umsýslu um 1930 gegn því að svæðið yrði girt af. Um 1990 var gerður samningur um friðun Almenninga til tíu ára og í kjölfarið fjarlægði Skógræktin girðinguna, sem var dýr í viðhaldi og talin óþörf í ljósi friðunarsamningsins. Friðunarsamningurinn rann hins vegar úr gildi um aldamót og bændur vildu ekki framlengja hann heldur frekar beita á afréttinn eins og þeir áttu rétt á. Við tók þjóðlendumál við ríkið og niðurstaðan úr því var að landið væri þjóðlenda með afréttareign bænda. „Árið 2009 boðuðum við að við værum að fara að hefja upprekstur á afréttinn,“ segir Guðmundur. Það hafi svo tafist vegna eldgosa. „En ef Skógræktarmenn eru illir núna þá kemur mér það mikið á óvart. Þeir hafa haft þrjú ár til að girða,“ segir hann. „Í mínum huga er gamli samningurinn enn í gildi og á þeirra ábyrgð að girða.“ Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri sagði í samtali við RÚV í fyrradag að bændur væru með þessu að brjóta gegn fjallskilasamþykkt Rangárvallasýslu og nýrri samþykkt sveitarstjórnar um upprekstur, sem kveður á um að ekki megi beita fé á landið fyrr en að undangengnu mati á beitarþoli. „Hann verður þá bara að kæra maðurinn,“ segir Guðmundur, sem gefur ekki mikið fyrir athugasemdir Sveins. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira