Óttast að fé rústi skógrækt í Þórsmörk 26. júlí 2012 05:15 Bændur segjast ekki skilja æsinginn – einungis um 25 kindur séu nú á Almenningum en síðast þegar beitarþolið var kannað hafi svæðið ráðið við um 260. Fréttablaðið/stefán „Það er aldrei okkar ásetningur að beita á nágranna, en ef nágranninn á að girða og gerir það ekki – hversu lengi eigum við að bíða?“ spyr Guðmundur Viðarsson, talsmaður afréttareigenda á Almenningum í nágrenni Þórsmerkur, sem landgræðslustjóri sakar um siðleysi með því að reka fé á réttinn, enda komist féð þá óhindrað í viðkvæm skógræktarsvæði í Þórsmörk. Guðmundur segir það hlutverk Skógræktar Íslands að girða skógræktarsvæðið af frá beitarlandinu og að til þess hafi bændurnir á svæðinu í raun gefið þriggja ára svigrúm. „En það er auðvitað „status quo“-ástand ef nágranninn bara hummar og við erum svo kurteisir að gera ekki neitt,“ segir hann. Í yfirlýsingu frá Skógrækt ríkisins er upprekstrinum á afréttinn harðlega mótmælt. „Afrétturinn, sem talinn er óbeitarhæfur í nýlegri skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands, er ekki girtur af og getur sauðfé því runnið óheft inn á Þórsmörk, Goðaland og önnur friðlönd sem gróin eru birkiskógi eða eru að gróa. Hætta er á að slík beit skaði margra áratuga starf sjálfboðaliða og stofnana við endurheimt birkiskóga og gróðurs á Þórsmerkursvæðinu,“ segir í yfirlýsingunni. Málið á sér langa forsögu. Bændur í Fljótshlíð fólu Skógræktinni svæðið til umsýslu um 1930 gegn því að svæðið yrði girt af. Um 1990 var gerður samningur um friðun Almenninga til tíu ára og í kjölfarið fjarlægði Skógræktin girðinguna, sem var dýr í viðhaldi og talin óþörf í ljósi friðunarsamningsins. Friðunarsamningurinn rann hins vegar úr gildi um aldamót og bændur vildu ekki framlengja hann heldur frekar beita á afréttinn eins og þeir áttu rétt á. Við tók þjóðlendumál við ríkið og niðurstaðan úr því var að landið væri þjóðlenda með afréttareign bænda. „Árið 2009 boðuðum við að við værum að fara að hefja upprekstur á afréttinn,“ segir Guðmundur. Það hafi svo tafist vegna eldgosa. „En ef Skógræktarmenn eru illir núna þá kemur mér það mikið á óvart. Þeir hafa haft þrjú ár til að girða,“ segir hann. „Í mínum huga er gamli samningurinn enn í gildi og á þeirra ábyrgð að girða.“ Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri sagði í samtali við RÚV í fyrradag að bændur væru með þessu að brjóta gegn fjallskilasamþykkt Rangárvallasýslu og nýrri samþykkt sveitarstjórnar um upprekstur, sem kveður á um að ekki megi beita fé á landið fyrr en að undangengnu mati á beitarþoli. „Hann verður þá bara að kæra maðurinn,“ segir Guðmundur, sem gefur ekki mikið fyrir athugasemdir Sveins. stigur@frettabladid.is Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
„Það er aldrei okkar ásetningur að beita á nágranna, en ef nágranninn á að girða og gerir það ekki – hversu lengi eigum við að bíða?“ spyr Guðmundur Viðarsson, talsmaður afréttareigenda á Almenningum í nágrenni Þórsmerkur, sem landgræðslustjóri sakar um siðleysi með því að reka fé á réttinn, enda komist féð þá óhindrað í viðkvæm skógræktarsvæði í Þórsmörk. Guðmundur segir það hlutverk Skógræktar Íslands að girða skógræktarsvæðið af frá beitarlandinu og að til þess hafi bændurnir á svæðinu í raun gefið þriggja ára svigrúm. „En það er auðvitað „status quo“-ástand ef nágranninn bara hummar og við erum svo kurteisir að gera ekki neitt,“ segir hann. Í yfirlýsingu frá Skógrækt ríkisins er upprekstrinum á afréttinn harðlega mótmælt. „Afrétturinn, sem talinn er óbeitarhæfur í nýlegri skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands, er ekki girtur af og getur sauðfé því runnið óheft inn á Þórsmörk, Goðaland og önnur friðlönd sem gróin eru birkiskógi eða eru að gróa. Hætta er á að slík beit skaði margra áratuga starf sjálfboðaliða og stofnana við endurheimt birkiskóga og gróðurs á Þórsmerkursvæðinu,“ segir í yfirlýsingunni. Málið á sér langa forsögu. Bændur í Fljótshlíð fólu Skógræktinni svæðið til umsýslu um 1930 gegn því að svæðið yrði girt af. Um 1990 var gerður samningur um friðun Almenninga til tíu ára og í kjölfarið fjarlægði Skógræktin girðinguna, sem var dýr í viðhaldi og talin óþörf í ljósi friðunarsamningsins. Friðunarsamningurinn rann hins vegar úr gildi um aldamót og bændur vildu ekki framlengja hann heldur frekar beita á afréttinn eins og þeir áttu rétt á. Við tók þjóðlendumál við ríkið og niðurstaðan úr því var að landið væri þjóðlenda með afréttareign bænda. „Árið 2009 boðuðum við að við værum að fara að hefja upprekstur á afréttinn,“ segir Guðmundur. Það hafi svo tafist vegna eldgosa. „En ef Skógræktarmenn eru illir núna þá kemur mér það mikið á óvart. Þeir hafa haft þrjú ár til að girða,“ segir hann. „Í mínum huga er gamli samningurinn enn í gildi og á þeirra ábyrgð að girða.“ Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri sagði í samtali við RÚV í fyrradag að bændur væru með þessu að brjóta gegn fjallskilasamþykkt Rangárvallasýslu og nýrri samþykkt sveitarstjórnar um upprekstur, sem kveður á um að ekki megi beita fé á landið fyrr en að undangengnu mati á beitarþoli. „Hann verður þá bara að kæra maðurinn,“ segir Guðmundur, sem gefur ekki mikið fyrir athugasemdir Sveins. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira