Íslenski boltinn

Jónas Guðni til KR | Skrifaði undir þriggja ára samning

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jónas Guðni fagnar bikarmeistaratitli með KR sumarið 2008.
Jónas Guðni fagnar bikarmeistaratitli með KR sumarið 2008. Mynd/Anton
Jónas Guðni Sævarsson er genginn til liðs við Íslands- og bikarmeistara KR. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.

Jónas Guðni lék með KR sumarið 2008 en hélt í atvinnumennsku hjá Halmstad í Svíþjóð sumarið á eftir. Miðjumaðurinn hefur verið hjá sænska félaginu síðan þá.

Jónas skoraði sex mörk í 60 leikjum með meistaraflokki KR. Þá skoraði hann fimm mörk í 52 leikjum með Halmstad í efstu deild sænska boltans. Liðið féll í fyrra og hefur Jónas Guðni aðeins spilað tvo leiki með liðinu á leiktíðinni þar sem hann hefur ekki hlotið náð fyrir augum þjálfara síns.

Jónas var fyrirliði KR sem varð bikarmeistari árið 2008 og var valinn leikmaður ársins hjá Vesturbæjarliðinu sama ár.


Tengdar fréttir

Jónas Guðni á reynslu til Vejle-Kolding

Danskir fjölmiðlar greina frá því að miðjumaðurinn Jónas Guðni Sævarsson sé á reynslu hjá Vejle-Kolding en liðið hafnaði í þriðja sæti b-deildarinnar á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×