Innlent

Um hundrað manns í mótmælum vegna Ramses-máls

Talið er að hátt í hundrað séu saman komnir fyrir framan dómsmálaráðuneytið til þess að mótmæla meðferð stjórnvalda á máli Keníamannsins Pauls Ramses.

Boðað var til mótmælanna í gær eftir að greint var frá því að Ramses hefði verið sendur til Ítalíu án þess að beiðni hans um landvistarleyfi hér hefði verið tekin fyrir. Var vísað til Dyflinnarsamkomulagsins í því sambandi sem heimilar stjórnvöldum í Evrópu að vísa flóttamönnum til þess Evrópulands þar sem þeir fengu fyrst vegabréfsáritun.

Mótmælin hafa farið friðsamlega fram og hafa nokkrir tekið til máls og hvatt stjórnvöld til að veita Ramses hæli, þar á meðal Hörður Torfason tónlistarmaður og Birgitta Jónsdóttir baráttukona.

538 hafa nú skrifað undir þennan undirskriftalista sem er áskorun til stjórnvalda um að snúa Paul Ramses aftur heim. 263 hafa gengið í hóp til stuðnings Paul Ramses á Facebook.




Tengdar fréttir

Flugbrautahlauparinn sér ekki eftir neinu

"Við ætluðum að reyna að bjarga lífi Paul Ramses. En því miður held ég að það hafi ekki tekist," segir hinn 21 árs gamli Haukur Hilmarsson sem í morgun hljóp inn á flugbraut á Kelflavíkurflugvelli.

Flugvallahlauparar fámálir

Búið er að yfirheyra mennina sem hlupu út á flugbraut í morgunn. Þeir voru þöglir sem gröfin við skýrslutöku og gáfu ekki upp ástæðu gjörða sinna.

„Furðum okkur á ákvörðun yfirvalda“

Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi.

Amnesty sendir Birni bréf

Íslandsdeild Amnesty International sendi Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra bréf í kvöld vegna máls Paul Ramses sem vísað var úr landi í dag. Farið var með Paul til Ítalíu en aðbúnaður pólitískra flóttamanna þar í landi hefur lengi verið gagnýndur.

Hlupu inn á flugbraut til að mótmæla brottflutningi Keníamannsins

Í morgun klukkan 7:45 hlupu tveir menn inn á flugbrautina við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir voru handteknir og eru nú í fangeklefa hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Brotin eru litin mjög alvarlegum augum og geta varðað fangelsi allt að sex árum.

Sækir um pólitískt hæli

Einn kosningastjóra stjórnarandstöðunnar í Kenýa hefur sótt um hæli sem pólitískur flóttamaður á Íslandi. Vegabréfsáritun hans rennur út á mikvikudaginn, en hann segist vera á aftökulista yfirvalda í Kenýa.

Fékk ekki bréf um brottvísun úr landi

Paul Ramses fékk ekki að sjá bréf um synjun á beiðni um hæli fyrr en í gærkvöldi. Bréfin hefðu átt að berast honum í apríl. Eiginkonu Paul finnst þetta ótrúleg vinnubrögð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×