Mótmæltu langri bið og slæmum aðbúnaði viktoría hermannsdóttir skrifar 17. febrúar 2015 07:00 Hælisleitendurnir mótmæltu í gær. Mynd/Hilmar Bragi „Þeir þurfa meiri stuðning og að fá að gera eitthvað og betri aðgang að heilbrigðisþjónustu,“ segir Lea María Lemarquis sem er í samtökunum Ekki fleiri brottvísanir en þau berjast fyrir bættum aðstæðum fyrir hælisleitendur. Á laugardag stóðu samtökin fyrir mótmælagöngu í Reykjavík þar sem mótmælt var slæmri meðferð yfirvalda í garð hælisleitenda, löngum biðtíma, slæmum aðstæðum á gistiheimilinu Fit, mismunun af hálfu lögreglu, niðurlægjandi viðmóti Útlendingastofnunar í garð þeirra, brottvísunum og það að þeim sé bannað að vinna meðan þeir bíða svara. „Við viljum hjálpa hælisleitendum að rjúfa einangrunina. Þeir finna ekki fyrir miklum stuðningi og eru mjög faldir í samfélaginu,“ segir Lea en þeir hælisleitendur sem voru með í mótmælunum eru átta karlmenn frá Afríku sem búsettir eru í Reykjavík. Tveimur þeirra hefur verið synjað um dvalarleyfi. Lea segir yfirvöld þurfa að laga margt í málefnum hælisleitenda. „Eins og að þeir fái aðgang að heilbrigðisþjónustu, það hefur reynst þeim mjög erfitt. Sérstaklega í alvarlegri málum. Einn hælisleitandi sem er hér núna er með sýkingu í höfði eftir hnífstungu sem hann fékk í höfuðið frá Boko Haram-liða. Hann hefur farið til lækna sem segja að þetta sé mjög alvarlegt og muni annaðhvort skaða sjón hans eða heila. Hann þarf að fara í aðgerð en fær það ekki vegna þess að hann á ekki rétt á þeirri heilbrigðisþjónustu.“Í gær mótmæltu svo hælisleitendur sem búa á Fit hosteli hjá Félagsmálastofnun Suðurnesja. Adam Ibrahim Pasha er einn þeirra sem mótmæltu. Hann kom hingað til lands í júlí og fékk neitun um dvalarleyfi en kærði þann úrskurð. Adam er gyðingur og segist hafa sótt ofsóknum vegna þess bæði í heimalandinu Írak og í Slóvakíu þegar hann fékk hæli þar. „Við viljum fá einhver svör og betri aðstæður,“ segir hann. Adam segir mótmælendurna ekki hafa fengið góðar móttökur hjá félagsþjónustunni. „Þau sögðust ætla að hringja á lögregluna ef við myndum ekki fara. Við ætlum að hafa samband við Rauða krossinn og Útlendingastofnun út af þessu. Ef þau vilja ekki hjálpa okkur þá neyðumst við til að fara í hungurverkfall,“ segir Adam og tekur fram að sálrænt ástand hælisleitendanna sé í mörgum tilfellum mjög slæmt. „Það er mjög erfitt að bíða svona lengi í óvissu,“ segir Adam um mótmælin. Tengdar fréttir Óttast um öryggi barnanna sinna Feriane Amrouni kom til Íslands fyrir tveimur árum sem hælisleitandi. Hún segist hafa flúið ofríki eiginmanns síns og slæmar aðstæður í heimalandinu. Með henni í för voru tvö börn hennar auk þess sem hún var ólétt að því þriðja. 6. febrúar 2015 07:00 Umræða lituð af fordómum Ný rannsókn leiðir í ljós að íbúar Reykjanesbæjar telja hælisleitendur fá meiri peninga en raun ber vitni. 66 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni telja búsetu hælisleitenda þar ekki hafa góð áhrif á bæjarfélagið. 16. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni, fræðsla og afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
„Þeir þurfa meiri stuðning og að fá að gera eitthvað og betri aðgang að heilbrigðisþjónustu,“ segir Lea María Lemarquis sem er í samtökunum Ekki fleiri brottvísanir en þau berjast fyrir bættum aðstæðum fyrir hælisleitendur. Á laugardag stóðu samtökin fyrir mótmælagöngu í Reykjavík þar sem mótmælt var slæmri meðferð yfirvalda í garð hælisleitenda, löngum biðtíma, slæmum aðstæðum á gistiheimilinu Fit, mismunun af hálfu lögreglu, niðurlægjandi viðmóti Útlendingastofnunar í garð þeirra, brottvísunum og það að þeim sé bannað að vinna meðan þeir bíða svara. „Við viljum hjálpa hælisleitendum að rjúfa einangrunina. Þeir finna ekki fyrir miklum stuðningi og eru mjög faldir í samfélaginu,“ segir Lea en þeir hælisleitendur sem voru með í mótmælunum eru átta karlmenn frá Afríku sem búsettir eru í Reykjavík. Tveimur þeirra hefur verið synjað um dvalarleyfi. Lea segir yfirvöld þurfa að laga margt í málefnum hælisleitenda. „Eins og að þeir fái aðgang að heilbrigðisþjónustu, það hefur reynst þeim mjög erfitt. Sérstaklega í alvarlegri málum. Einn hælisleitandi sem er hér núna er með sýkingu í höfði eftir hnífstungu sem hann fékk í höfuðið frá Boko Haram-liða. Hann hefur farið til lækna sem segja að þetta sé mjög alvarlegt og muni annaðhvort skaða sjón hans eða heila. Hann þarf að fara í aðgerð en fær það ekki vegna þess að hann á ekki rétt á þeirri heilbrigðisþjónustu.“Í gær mótmæltu svo hælisleitendur sem búa á Fit hosteli hjá Félagsmálastofnun Suðurnesja. Adam Ibrahim Pasha er einn þeirra sem mótmæltu. Hann kom hingað til lands í júlí og fékk neitun um dvalarleyfi en kærði þann úrskurð. Adam er gyðingur og segist hafa sótt ofsóknum vegna þess bæði í heimalandinu Írak og í Slóvakíu þegar hann fékk hæli þar. „Við viljum fá einhver svör og betri aðstæður,“ segir hann. Adam segir mótmælendurna ekki hafa fengið góðar móttökur hjá félagsþjónustunni. „Þau sögðust ætla að hringja á lögregluna ef við myndum ekki fara. Við ætlum að hafa samband við Rauða krossinn og Útlendingastofnun út af þessu. Ef þau vilja ekki hjálpa okkur þá neyðumst við til að fara í hungurverkfall,“ segir Adam og tekur fram að sálrænt ástand hælisleitendanna sé í mörgum tilfellum mjög slæmt. „Það er mjög erfitt að bíða svona lengi í óvissu,“ segir Adam um mótmælin.
Tengdar fréttir Óttast um öryggi barnanna sinna Feriane Amrouni kom til Íslands fyrir tveimur árum sem hælisleitandi. Hún segist hafa flúið ofríki eiginmanns síns og slæmar aðstæður í heimalandinu. Með henni í för voru tvö börn hennar auk þess sem hún var ólétt að því þriðja. 6. febrúar 2015 07:00 Umræða lituð af fordómum Ný rannsókn leiðir í ljós að íbúar Reykjanesbæjar telja hælisleitendur fá meiri peninga en raun ber vitni. 66 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni telja búsetu hælisleitenda þar ekki hafa góð áhrif á bæjarfélagið. 16. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni, fræðsla og afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Óttast um öryggi barnanna sinna Feriane Amrouni kom til Íslands fyrir tveimur árum sem hælisleitandi. Hún segist hafa flúið ofríki eiginmanns síns og slæmar aðstæður í heimalandinu. Með henni í för voru tvö börn hennar auk þess sem hún var ólétt að því þriðja. 6. febrúar 2015 07:00
Umræða lituð af fordómum Ný rannsókn leiðir í ljós að íbúar Reykjanesbæjar telja hælisleitendur fá meiri peninga en raun ber vitni. 66 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni telja búsetu hælisleitenda þar ekki hafa góð áhrif á bæjarfélagið. 16. febrúar 2015 07:00