Umræða lituð af fordómum Viktoría Hermannsdóttir skrifar 16. febrúar 2015 07:00 Fit Hostel. Í rannsókn Jóhönnu kom fram að íbúar Reykjanesbæjar hefðu neikvætt viðhorf til hælisleitenda í bænum. Hælisleitendur hafa meðal annars búið á Fit hosteli í Reykjanesbæ. Fréttablaðið/Vilhelm Viðhorf íbúa Reykjanesbæjar til hælisleitenda er mun neikvæðara en viðhorf íbúa á höfuðborgarsvæðinu og þeir telja að til þeirra renni meiri fjármunir en raun ber vitni. Þetta kemur fram í rannsókn Jóhönnu Maríu Jónsdóttur á kostnaði og viðhorfi vegna hælisleitenda í Reykjanesbæ. Rannsóknin er lokaverkefni Jóhönnu Maríu til B.S.-gráðu frá viðskiptadeild við Háskólann á Bifröst. Í Reykjanesbæ voru 66 prósent aðspurðra ýmist ósammála eða mjög ósammála fullyrðingu um að „búseta hælisleitenda hér á landi sé góð fyrir samfélagið“. Í Reykjavík voru 29 prósent ósammála eða mjög ósammála fullyrðingunni. Jóhanna segist hafa valið ritgerðarefnið þar sem hún hafi sjálf haft vissar hugmyndir um það hversu mikill kostnaður fylgdi hælisleitendum og haft frekar neikvætt viðhorf til þeirra. Hún vildi vita hver raunverulegur kostnaður bæjarins væri vegna hælisleitenda, hvernig honum væri ráðstafað eða hver greiddi hann. „Ég bjó á Suðurnesjum og vann í Reykjanesbæ á þessum tíma og varð mikið vör við frekar neikvæða umræðu. Umræðan var oft á þann veg að þeir væru að fá of mikið, kostuðu bæjarfélagið mikla peninga og hefðu ekki góð áhrif á samfélagið,“ segir hún. Reykjanesbær var til ársloka 2013 eina sveitarfélagið sem sá um að þjónusta hælisleitendur.Jóhanna María JónsdóttirNiðurstöður rannsóknarinnar voru að íbúar í Reykjanesbæ eru heilt yfir með neikvæðari sýn og viðhorf í garð hælisleitenda en höfuðborgarbúar. „Það skýrist líklega af nálægðinni, það voru svo margir hælisleitendur hér á tímabili og fólk tekur meira eftir því hér en í Reykjavík,“ segir Jóhanna. Þegar spurt var út í fjármuni til hælisleitenda þá töldu 61 prósent þátttakenda í Reykjanesbæ of háar fjárhæðir renna til þeirra, á móti 30 prósentum svarenda í Reykjavík. Einnig var upphæðin sem Reyknesingar töldu hælisleitendurna fá mun hærri en hún er í raun. Í ritgerð Jóhönnu kemur fram að Félagsþjónustan fær 7.477 krónur á dag fyrir hvern hælisleitanda og það þarf að duga fyrir öllu, þar með talið leigu á húsnæði, hita og rafmagni, interneti, fæði, læknisskoðun og þess háttar. Hver hælisleitandi fær 8.000 krónur inn á Bónuskort á viku sem og 2.700 krónur sem er það sem þeir hafa til ráðstöfunar sjálfir eða 10.800 krónur á mánuði. Jóhanna segir niðurstöðurnar hafa komið sér að vissu leyti á óvart. „Ég vissi að viðhorfið væri neikvætt en ekki að það væri svona mikið og eins hvað þeir töldu að íbúarnir fengju meiri pening en raun ber vitni.“ Tengdar fréttir Fjölskyldufólkið aðlagast betur Breytingar sem í fyrra voru gerðar á skipulagi þjónustu við hælisleitendur eru til þess fallnar að draga úr fordómum í garð þeirra. Þetta segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í sveitarfélaginu. 16. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira
Viðhorf íbúa Reykjanesbæjar til hælisleitenda er mun neikvæðara en viðhorf íbúa á höfuðborgarsvæðinu og þeir telja að til þeirra renni meiri fjármunir en raun ber vitni. Þetta kemur fram í rannsókn Jóhönnu Maríu Jónsdóttur á kostnaði og viðhorfi vegna hælisleitenda í Reykjanesbæ. Rannsóknin er lokaverkefni Jóhönnu Maríu til B.S.-gráðu frá viðskiptadeild við Háskólann á Bifröst. Í Reykjanesbæ voru 66 prósent aðspurðra ýmist ósammála eða mjög ósammála fullyrðingu um að „búseta hælisleitenda hér á landi sé góð fyrir samfélagið“. Í Reykjavík voru 29 prósent ósammála eða mjög ósammála fullyrðingunni. Jóhanna segist hafa valið ritgerðarefnið þar sem hún hafi sjálf haft vissar hugmyndir um það hversu mikill kostnaður fylgdi hælisleitendum og haft frekar neikvætt viðhorf til þeirra. Hún vildi vita hver raunverulegur kostnaður bæjarins væri vegna hælisleitenda, hvernig honum væri ráðstafað eða hver greiddi hann. „Ég bjó á Suðurnesjum og vann í Reykjanesbæ á þessum tíma og varð mikið vör við frekar neikvæða umræðu. Umræðan var oft á þann veg að þeir væru að fá of mikið, kostuðu bæjarfélagið mikla peninga og hefðu ekki góð áhrif á samfélagið,“ segir hún. Reykjanesbær var til ársloka 2013 eina sveitarfélagið sem sá um að þjónusta hælisleitendur.Jóhanna María JónsdóttirNiðurstöður rannsóknarinnar voru að íbúar í Reykjanesbæ eru heilt yfir með neikvæðari sýn og viðhorf í garð hælisleitenda en höfuðborgarbúar. „Það skýrist líklega af nálægðinni, það voru svo margir hælisleitendur hér á tímabili og fólk tekur meira eftir því hér en í Reykjavík,“ segir Jóhanna. Þegar spurt var út í fjármuni til hælisleitenda þá töldu 61 prósent þátttakenda í Reykjanesbæ of háar fjárhæðir renna til þeirra, á móti 30 prósentum svarenda í Reykjavík. Einnig var upphæðin sem Reyknesingar töldu hælisleitendurna fá mun hærri en hún er í raun. Í ritgerð Jóhönnu kemur fram að Félagsþjónustan fær 7.477 krónur á dag fyrir hvern hælisleitanda og það þarf að duga fyrir öllu, þar með talið leigu á húsnæði, hita og rafmagni, interneti, fæði, læknisskoðun og þess háttar. Hver hælisleitandi fær 8.000 krónur inn á Bónuskort á viku sem og 2.700 krónur sem er það sem þeir hafa til ráðstöfunar sjálfir eða 10.800 krónur á mánuði. Jóhanna segir niðurstöðurnar hafa komið sér að vissu leyti á óvart. „Ég vissi að viðhorfið væri neikvætt en ekki að það væri svona mikið og eins hvað þeir töldu að íbúarnir fengju meiri pening en raun ber vitni.“
Tengdar fréttir Fjölskyldufólkið aðlagast betur Breytingar sem í fyrra voru gerðar á skipulagi þjónustu við hælisleitendur eru til þess fallnar að draga úr fordómum í garð þeirra. Þetta segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í sveitarfélaginu. 16. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira
Fjölskyldufólkið aðlagast betur Breytingar sem í fyrra voru gerðar á skipulagi þjónustu við hælisleitendur eru til þess fallnar að draga úr fordómum í garð þeirra. Þetta segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í sveitarfélaginu. 16. febrúar 2015 07:00