Umræða lituð af fordómum Viktoría Hermannsdóttir skrifar 16. febrúar 2015 07:00 Fit Hostel. Í rannsókn Jóhönnu kom fram að íbúar Reykjanesbæjar hefðu neikvætt viðhorf til hælisleitenda í bænum. Hælisleitendur hafa meðal annars búið á Fit hosteli í Reykjanesbæ. Fréttablaðið/Vilhelm Viðhorf íbúa Reykjanesbæjar til hælisleitenda er mun neikvæðara en viðhorf íbúa á höfuðborgarsvæðinu og þeir telja að til þeirra renni meiri fjármunir en raun ber vitni. Þetta kemur fram í rannsókn Jóhönnu Maríu Jónsdóttur á kostnaði og viðhorfi vegna hælisleitenda í Reykjanesbæ. Rannsóknin er lokaverkefni Jóhönnu Maríu til B.S.-gráðu frá viðskiptadeild við Háskólann á Bifröst. Í Reykjanesbæ voru 66 prósent aðspurðra ýmist ósammála eða mjög ósammála fullyrðingu um að „búseta hælisleitenda hér á landi sé góð fyrir samfélagið“. Í Reykjavík voru 29 prósent ósammála eða mjög ósammála fullyrðingunni. Jóhanna segist hafa valið ritgerðarefnið þar sem hún hafi sjálf haft vissar hugmyndir um það hversu mikill kostnaður fylgdi hælisleitendum og haft frekar neikvætt viðhorf til þeirra. Hún vildi vita hver raunverulegur kostnaður bæjarins væri vegna hælisleitenda, hvernig honum væri ráðstafað eða hver greiddi hann. „Ég bjó á Suðurnesjum og vann í Reykjanesbæ á þessum tíma og varð mikið vör við frekar neikvæða umræðu. Umræðan var oft á þann veg að þeir væru að fá of mikið, kostuðu bæjarfélagið mikla peninga og hefðu ekki góð áhrif á samfélagið,“ segir hún. Reykjanesbær var til ársloka 2013 eina sveitarfélagið sem sá um að þjónusta hælisleitendur.Jóhanna María JónsdóttirNiðurstöður rannsóknarinnar voru að íbúar í Reykjanesbæ eru heilt yfir með neikvæðari sýn og viðhorf í garð hælisleitenda en höfuðborgarbúar. „Það skýrist líklega af nálægðinni, það voru svo margir hælisleitendur hér á tímabili og fólk tekur meira eftir því hér en í Reykjavík,“ segir Jóhanna. Þegar spurt var út í fjármuni til hælisleitenda þá töldu 61 prósent þátttakenda í Reykjanesbæ of háar fjárhæðir renna til þeirra, á móti 30 prósentum svarenda í Reykjavík. Einnig var upphæðin sem Reyknesingar töldu hælisleitendurna fá mun hærri en hún er í raun. Í ritgerð Jóhönnu kemur fram að Félagsþjónustan fær 7.477 krónur á dag fyrir hvern hælisleitanda og það þarf að duga fyrir öllu, þar með talið leigu á húsnæði, hita og rafmagni, interneti, fæði, læknisskoðun og þess háttar. Hver hælisleitandi fær 8.000 krónur inn á Bónuskort á viku sem og 2.700 krónur sem er það sem þeir hafa til ráðstöfunar sjálfir eða 10.800 krónur á mánuði. Jóhanna segir niðurstöðurnar hafa komið sér að vissu leyti á óvart. „Ég vissi að viðhorfið væri neikvætt en ekki að það væri svona mikið og eins hvað þeir töldu að íbúarnir fengju meiri pening en raun ber vitni.“ Tengdar fréttir Fjölskyldufólkið aðlagast betur Breytingar sem í fyrra voru gerðar á skipulagi þjónustu við hælisleitendur eru til þess fallnar að draga úr fordómum í garð þeirra. Þetta segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í sveitarfélaginu. 16. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Viðhorf íbúa Reykjanesbæjar til hælisleitenda er mun neikvæðara en viðhorf íbúa á höfuðborgarsvæðinu og þeir telja að til þeirra renni meiri fjármunir en raun ber vitni. Þetta kemur fram í rannsókn Jóhönnu Maríu Jónsdóttur á kostnaði og viðhorfi vegna hælisleitenda í Reykjanesbæ. Rannsóknin er lokaverkefni Jóhönnu Maríu til B.S.-gráðu frá viðskiptadeild við Háskólann á Bifröst. Í Reykjanesbæ voru 66 prósent aðspurðra ýmist ósammála eða mjög ósammála fullyrðingu um að „búseta hælisleitenda hér á landi sé góð fyrir samfélagið“. Í Reykjavík voru 29 prósent ósammála eða mjög ósammála fullyrðingunni. Jóhanna segist hafa valið ritgerðarefnið þar sem hún hafi sjálf haft vissar hugmyndir um það hversu mikill kostnaður fylgdi hælisleitendum og haft frekar neikvætt viðhorf til þeirra. Hún vildi vita hver raunverulegur kostnaður bæjarins væri vegna hælisleitenda, hvernig honum væri ráðstafað eða hver greiddi hann. „Ég bjó á Suðurnesjum og vann í Reykjanesbæ á þessum tíma og varð mikið vör við frekar neikvæða umræðu. Umræðan var oft á þann veg að þeir væru að fá of mikið, kostuðu bæjarfélagið mikla peninga og hefðu ekki góð áhrif á samfélagið,“ segir hún. Reykjanesbær var til ársloka 2013 eina sveitarfélagið sem sá um að þjónusta hælisleitendur.Jóhanna María JónsdóttirNiðurstöður rannsóknarinnar voru að íbúar í Reykjanesbæ eru heilt yfir með neikvæðari sýn og viðhorf í garð hælisleitenda en höfuðborgarbúar. „Það skýrist líklega af nálægðinni, það voru svo margir hælisleitendur hér á tímabili og fólk tekur meira eftir því hér en í Reykjavík,“ segir Jóhanna. Þegar spurt var út í fjármuni til hælisleitenda þá töldu 61 prósent þátttakenda í Reykjanesbæ of háar fjárhæðir renna til þeirra, á móti 30 prósentum svarenda í Reykjavík. Einnig var upphæðin sem Reyknesingar töldu hælisleitendurna fá mun hærri en hún er í raun. Í ritgerð Jóhönnu kemur fram að Félagsþjónustan fær 7.477 krónur á dag fyrir hvern hælisleitanda og það þarf að duga fyrir öllu, þar með talið leigu á húsnæði, hita og rafmagni, interneti, fæði, læknisskoðun og þess háttar. Hver hælisleitandi fær 8.000 krónur inn á Bónuskort á viku sem og 2.700 krónur sem er það sem þeir hafa til ráðstöfunar sjálfir eða 10.800 krónur á mánuði. Jóhanna segir niðurstöðurnar hafa komið sér að vissu leyti á óvart. „Ég vissi að viðhorfið væri neikvætt en ekki að það væri svona mikið og eins hvað þeir töldu að íbúarnir fengju meiri pening en raun ber vitni.“
Tengdar fréttir Fjölskyldufólkið aðlagast betur Breytingar sem í fyrra voru gerðar á skipulagi þjónustu við hælisleitendur eru til þess fallnar að draga úr fordómum í garð þeirra. Þetta segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í sveitarfélaginu. 16. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Fjölskyldufólkið aðlagast betur Breytingar sem í fyrra voru gerðar á skipulagi þjónustu við hælisleitendur eru til þess fallnar að draga úr fordómum í garð þeirra. Þetta segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í sveitarfélaginu. 16. febrúar 2015 07:00