Baldwin útskýrir kúkafagnið | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2015 23:30 Doug Baldwin skoraði snertimark og fagnaði á ósmekklegan hátt. vísir/getty Doug Baldwin, útherji Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, bauð upp á frekar óvenjulegt og ósmekklegt fagn í Super Bowl-leiknum á dögunum. Baldwin kom Seattle í 24-14 þegar fimm mínútur voru eftir af þriðja leikhluta og fagnaði með því að þykjast vera að kúka boltanum eða að kúka á hann. Eftir leikinn vildi hann ekkert tala um fagnið ósmekklega en ræddi það í útvarpsviðtali við ESPN í gær. Hann segir því hafa verið beint að Darrelle Revis, bakverði New England Patriots, sem dekkaði hann allan leikinn. „Ég eyddi tveimur vikum í að undirbúa mig fyrir Darrelle Revis. Ég lagði mikið í þetta og því var mikill pirringur búinn að vera í manni allan leikinn. Þetta var bara á milli okkar og ég sýndi hvernig mér leið þarna,“ sagði Baldwin. Hann var ósáttur við hversu fá tækifæri hann fékk í leiknum, en boltanum var nánast aldrei kastað að honum þar sem hann var í pössun hjá Revis sem er einn besti bakvörðurinn í sögu NFL-deildarinnar. „Ég var frekar pirraður að fá ekki fleiri tækifæri. Þarna var ég að mæta einum besta leikmanni deildarinnar og langaði að sanna mig. Ég var því frekar pirraður en þetta er allt hluti af leiknum,“ sagði Baldwin. Þetta fagn hefur verið skírt „Poop-down“ í bandarískum fjölmiðlum, en Baldwin vildi biðja alla afsökunar á athæfi sínu. „Ég sé eftir því að þetta kostaði liðið mitt 15 jarda víti. Og stuðningsmennina bið ég heilshugar afsökunar ef þeir móðguðust á einhvern hátt.“Dómarinn var fyrir Darrelle Revis og því var Baldwin einn og óvaldaður í eina skiptið í leiknum.vísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/getty NFL Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Doug Baldwin, útherji Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, bauð upp á frekar óvenjulegt og ósmekklegt fagn í Super Bowl-leiknum á dögunum. Baldwin kom Seattle í 24-14 þegar fimm mínútur voru eftir af þriðja leikhluta og fagnaði með því að þykjast vera að kúka boltanum eða að kúka á hann. Eftir leikinn vildi hann ekkert tala um fagnið ósmekklega en ræddi það í útvarpsviðtali við ESPN í gær. Hann segir því hafa verið beint að Darrelle Revis, bakverði New England Patriots, sem dekkaði hann allan leikinn. „Ég eyddi tveimur vikum í að undirbúa mig fyrir Darrelle Revis. Ég lagði mikið í þetta og því var mikill pirringur búinn að vera í manni allan leikinn. Þetta var bara á milli okkar og ég sýndi hvernig mér leið þarna,“ sagði Baldwin. Hann var ósáttur við hversu fá tækifæri hann fékk í leiknum, en boltanum var nánast aldrei kastað að honum þar sem hann var í pössun hjá Revis sem er einn besti bakvörðurinn í sögu NFL-deildarinnar. „Ég var frekar pirraður að fá ekki fleiri tækifæri. Þarna var ég að mæta einum besta leikmanni deildarinnar og langaði að sanna mig. Ég var því frekar pirraður en þetta er allt hluti af leiknum,“ sagði Baldwin. Þetta fagn hefur verið skírt „Poop-down“ í bandarískum fjölmiðlum, en Baldwin vildi biðja alla afsökunar á athæfi sínu. „Ég sé eftir því að þetta kostaði liðið mitt 15 jarda víti. Og stuðningsmennina bið ég heilshugar afsökunar ef þeir móðguðust á einhvern hátt.“Dómarinn var fyrir Darrelle Revis og því var Baldwin einn og óvaldaður í eina skiptið í leiknum.vísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/getty
NFL Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira