Innlent

Miðvikudagar eru nýju bíladagarnir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í júní var fjórum prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Frá áramótum hefur umferðin á höfuðborgarsvæðinu aukist um tæp sjö prósent og stefnir í um fimm prósenta aukningu í ár að því er segir í samantekt Vegagerðarinnar.

Mest aukning á milli ára hefur orðið í helgarumferðinni eða um 7,4% en aukningin á virkum dögum er 6,4%. Mest er ekið á miðvikudögum og næst mest á þriðjudögum. Undanfarin ár hefur allajafna verið mest umferð á föstudögum.

Stefnir í að umferðin á höfuðborgarsvæðinu gæti aukist um rúmlega 5% á milli ára miðað við síðustu ár. Gangi spáin eftir yrði um mestu aukningu að ræða á milli ára frá því fyrir hrun. Vöxturinn í umferð á höfuðborgarsvæðinu er þó hóflegri en á Hringveginum þar sem umferð jókst um átta prósent á milli ára eins og fjallað var um á dögunum.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×