Innlent

Lögregla hafði afskipti af pari á róló með barn og kannabis

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Parið var á leikvelli.
Parið var á leikvelli. Mynd/Stefán
Lögreglu barst tilkynning rétt fyrir níu í gærkvöldi um að ungt par með barn sæti á róluvelli í miðborginni og væru að reykja kannabis. Lögregla hélt á vettvang og þá kom í ljós að aðeins faðirinn reykti kannabis.

Við nánari skoðun kom í ljós að hann var með lítilræði af kannabis í fórum sínum að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Klukkan sjö í gærkvöldi fékk lögregla tilkynningu um umferðarslys á Höfðabakka. Tveir voru fluttir á slysadeild til frekari skoðunar.

Um miðnætti fékk lögregla tilkynningu um eld í heimahúsi í Vogahverfi. Þar hafði kviknað í út frá potti í eldhúsi hússins og olli þetta talsverðum skemmdum.

Þá fékk lögregla aðra tilkynningu um eld seinna um nóttina í girðingu á Bústaðarvegi. „Er að var komið var nokkur eldur og brann einnig brann einnig gámur sem stóð upp við girðinguna,“ segir í dagbók lögreglu.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og annar af þeim einnig vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×