FH-ingar unnu fyrsta sigur sinn í sumar þegar þeir unnu 1-0 sigur á Fram í Kaplakrikanum í kvöld en það var Atli Guðnason sem skoraði eina mark leiksins undir lok leiksins. Framarar eru þar með áfram stiga- og markalausir á botni Pepsideildarinnar.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik FH og Fram á Kaplakrikavellinum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.

