Innlent

170 þúsund flugsæti á mánuði

Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Flugstöð Leifs Eiríkssonar MYND/Hilmar

Hátt í 170 þúsund flugsæti í áætlunarflugi eru í boði til og frá Íslandi í hverjum mánuði í sumar. Tvö ný flugfélög fljúga til landsins næsta sumar.

Framboð á ferðum til og frá Íslandi hefur aukist mikið á síðustu árum en tvö ný flugfélög hafa nú ákveðið að hefja áætlunarflug til Íslands. Það eru British Airways og SAS. British Airways flýgur frá Gatwick til Keflavíkur frá og með 26. mars næstkomandi en farnar verða fimm ferðir í viku. SAS hefur áætlunarflug milli Keflavíkur og Oslóar í byrjun mars en í boði eru í kringum 1.900 sæti í hverjum mánuði út október.

Iceland Express fjölgar ferðum sínum frá því í fyrra um 40%. Þannig verða 250.000 sæti í boðinu hjá flugfélaginu frá byrjun maí mánaðar til loka september. Hjá Icelandair verður sætum ekki fjölgað neitt í sumar en í kringum 15% aukning hefur verið á sætum á milli ára fyrri ár. Félagið flýgur nú um 140 flug í viku hverri en um ein og hálf milljón manna flaug með Icelandair á síðast ári. Yfir 100.000 sæti eru í boði hjá Icelandair í hverjum mánuði sem er mun meira en íslenskur markaður getur nýtt sér enda sækir félagið viðskiptavini sína einnig á aðra markaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×