Erlent

Bush lofar stjórnvöld í Georgíu

George Bush Bandaríkjaforseti tók dansspor af gleði og hældi stjórnvöldum í Georgíu á hvert reipi í opinberri heimsókn sinni þangað. Bush var þó varkár og tók ekki afstöðu í hatrammri deilu georgískra stjórnvalda við rússnesk um framtíð tveggja rússneskra herstöðva í Georgíu. Bush sagði þó að Georgíumenn ættu sér sterkan bakhjarl í Bandaríkjunum og lét í það skína að Bandaríkjastjórn myndi styðja dyggilega við bakið á þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×